Velheppnuð Landnámshelgi

Dansað við Neslaug
Dansað við Neslaug

Dagana 19. - 21. júní var efnt til hátíðar í Árnesi til þess minnast landnámsmanna okkar sem námu setturst hér að í Skeiða og Gnúpverjahreppi og má þar nefna Ólaf tvennumbrúna er nam Skeiðin, Þránd hinn  mjögsiglandi Bjarnason er bjó  í Þrándarholti, Skafta Þormóðsson í Skaftholti og Þorbjörn laxakarl í Haga að ógleymdum Gauki Trandilssyni er bjó að Stöng í Þjórsárdal og er frægastur þeirra. Heiðruð var fortíð og nútíð sveitarinnar með glæsilegri dagskrá  í góðu veðri bæði úti og inni.

Hátíðin heppnaðsist afar vel. Þetta var  fjölbreytt og skemmtileg fjölskylduhátíð fyrir börn á öllum aldri.

 

  • Víkingaöskrið í algleymingi