- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Viðhorfskönnun um áhrif Hvammsvirkjunar á landslag og ásýnd að ljúka. Í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar um að endurskoða skuli umhverfismat virkjunarinnar hvað varðar áhrif á landslag og ásýnd lands og áhrif á ferðaþjónustu og útivist var farið í viðbótarrannsóknir um viðhorf íbúa og sumarhúsaeigenda vegna þessara umhverfisþátta. Dagana 13. til 15.júlí og 20.júlí var könnun framkvæmd og var hún gerð innan 5 km radíus frá framkvæmdarsvæði. Tveir starfsmenn frá EFLU verkfræðistofu heimsóttu bæi og bústaði innan þessa fyrirfram skilgreinda svæðis, útskýrðu könnunina og skildu eftir spurningalista, kort og önnur nauðsynleg gögn ásamt frímerktum umslögum.
Óskað var eftir að svörum yrði skilað eigi síðar en fyrir lok júlímánaðar.Allir bæir frá Ásólfsstöðum að Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi og frá Mörk að Lunansholti í Landsveit voru heimsóttir. Einnig var farið á bæi í innsveitum Gnúpverjahrepps, frá Fossnesi að Mástungu og Ásum og þaðan áleiðis í Árnes.
Svörunin hefur ekki verið jafn góð og ætla mætti og er fólk því hvatt til þess að koma sínum svörum á framfæri með því að senda inn áðurnefnda spurningalista og kort fyrir 19. ágúst næstkomandi.
Þeir sem ekki hafa fengið spurningalista, kort og önnur gögn afhent en telja sig málið varða eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Birtu Kristínu Helgadóttur, birta.helgadottir@efla.is eða Láru Kristínu Þorvaldsdóttur, lara.kristin.thorvaldsdottir@efla.is fyrir föstudaginn 19.ágúst næstkomandi.
Þær munu koma gögnum til viðkomandi.
Bestu þakkir
Birta og Lára.