- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2022. Námskeiðið er kennt í fjarnámi, fyrir utan eina staðlotu sem jafnframt er vettvangsferð.
Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins. Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur á tímabilinu 3. til 27. febrúar 2022.
Nemendur sem ljúka landvarðarnámskeiði ganga fyrir um landvarðastörf í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum.
Umhverfisstofnun hefur yfirumsjón með námskeiðinu en kennarar koma jafnframt frá öðrum þjóðgörðum og víðar að.
Í Rangárþingi ytra og aðliggjandi sveitarfélögum starfa að jafnaði um 10 landverðir yfir sumartíman og 1-2 heilsárs landverðir. Umhverfisstofnun vill stuðla að því eins og kostur er að fá fólk úr héraði til starfa á verndarsvæðum sem þar eru til staðar. Námskeið
Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.