Afréttarmálanefnd Gnúpverja

7. fundur 19. ágúst 2019 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Gylfi Sigríðarson
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Lilja Loftsdóttir
  • Guðmundur Árnason 
  • Kristófer Tómasson

Fundur Afréttarmálanefndar Gnúpverjaafréttar.  19.ágúst 2019

Fundarstaður: Árnes                         Tími: 20:00                                   Fundargerð nr.7

Fundarefni: Niðurjöfnun fjallskila - Gerð fjárhagsáætlunar fyrir þau – Yfirfara þau verkefni sem vinna þarf fyrir réttir -  Önnur mál

  • Fjallsafn er orðið mannað og vel það. Tveir aðilar fengu ekki leit en verður boðið að fara með. Í Eftirsafn vantar  einn til að fullmanna.
  • Ljóst er að hækka þarf fjallskil þónokkuð  þar sem vetrarfóðruðum kindum fækkaði um tæp 500 milli ára. Fjárhagsáætlunin er á meðfylgjandi blaði.
  • Yfirfara réttirnar og girðingar áður en féð kemur til rétta ,stækkun á bílastæðum við réttirnar þarf að skoða, auglýsa þarf umferðartafir á meðan rekstrarnir koma fram, hestagirðingu í Hólaskógi þarf að laga, flutningur á fé úr Skeiðaréttum og Hrunaréttum þarf að ganga frá og hver dregur féð í Hrunaréttum,
  • Breytingar verða á tímasetningu eftirsafns hjá Flóa og Skeiðamönnum. Þeir munu fara á fimmtudegi og koma til baka sunnudaginn sem  skilaréttin er. Hafa þeir því beðið um að breyting verði á tímasetningu skilaréttar.Málið er í skoðun.  Nefndinni barst bréf nú í sumar þar sem velt var upp þeirri hugmynd hvort ekki væri hægt að gera kaffihlé eftir að dregið hefur verið úr fyrsta innrekstri. Með hugmyndinni fylgdu prýðileg rök sem látin eru fylgja hér með. Nefndin og fjallkóngurinn tóku  jákvætt í þetta og eru tilbúin að gera hálftíma stopp . Fjallkóngur Austurleitar verður látinn vita af þessari breytingu teljum þó að þetta eigi ekki að trufla þeirra tímasetningar með fjárreksturinn.        Guðmundur fjallkóngur  bar fram þá ósk sína að unnið yrði að því að sett yrði upp safnhólf framan við Hólaskóg til að geyma safnið í  nóttina áður en það er rekið fram. Það myndi flýta fyrir og létta smölunina á fimmtudags morgninum. Einnig kom hann með þá ósk að sett yrði upp hestaskjól í Bjarnalækjarbotnum. Hafa þessar hugmyndir verið í umræðunni og munu fara inn á verkefnalist nefndarinnar til  nánari skoðunar.         Vatnsmál í Gljúfurleit þarf að skoða betur eins og kom fram í síðustu fundargerð og vatnslaust er í hestagirðingunni eftir þurrkana sem hafa verið í sumar.        Björn Hrannar og Víglundur munu hefja lagfæringar á réttarveggjum nú eftir réttir.

 

Fundi slitið: 22:40

 Fundarritari: Lilja Loftsdóttir

 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: