Afréttarmálanefnd Gnúpverja

6. fundur 29. júlí 2019 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Gylfi Sigríðarson
  • Lilja Loftsdóttir.  Arnór Hans Þrándarson boðaði forföll  en fyrir fund höfðu þeir Gylfi  ræðst við  um málefni fundarins

Fundarstaður: Háholt                        Tími: kl. 20:00                                 Fundargerð nr.6

Fundarefni: Verkefni sem unnið er að.

  • Pierre Davíð Jónsson er tilbúin að fara í afréttarveginn með tætara hann tekur um 200 þúsund krónur á km. með vsk.  Höfum hug á að taka verstu kaflana á leiðinni og helst komast inn á Flóamannaöldu.  Gylfi ætlar að heyra í Landsvirkjunarmönnum hvort ekki sé rétt að taka veginn framan í Sandafellinu í leiðinni.
  • Vatnsmál í Gljúfurleit þarf að laga og er Arnór tilbúin að fara með Bjarna í Áhaldahúsinu innúr og fara yfir þessi mál. Arnór er með hugmyn um endurbætur.
  • Vegagerðin ætlar að taka þátt í að girða upp með veginum inn Hafið. Megum hrinda því í framkvæmd. Gylfi ætlar að huga að því hver getur unnið það verk.
  • Betri borð til að matast við þarf í Tjarnarver og bekki væri sniðugt að hafa til að nýta plássið sem best. Einnig væru vinnu borð á hjólum þar og í Bjarnalæk kjörin til að gera aðstöðuna mjög góða. Arnór hefur verið að skoða verð á þeim og mun athuga hvort megi kaupa slík borð.

Fundi slitið:  21:10

 Fundarritari: Lilja Loftsdóttir

 

 

Gögn og fylgiskjöl: