Afréttarmálanefnd Gnúpverja

13. fundur 12. desember 2017 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Mætt voru Lilja Loftsdóttir
  • Bjarni Másson
  • Oddur Guðni Bjarnason
  • Kristófer A. Tómasson
  •  
  •                                        
  •  

13. fundur afréttamálanefndar í Árnesi 12.desember 2018.

Lilja setti fund kl.20.00 og vildi ræða um verkefni ársins sem er að líða og hvað þyrfti að sinna á næsta ári.  Vildi hún þakka Bjarna Mássyni fyrir samstarfið í afréttamálanefndinni, síðastliðin ár og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar á nýjum starfsvettfangi, tóku aðrir nefndarmenn undir með Lilju.

Girðingar voru kláraðar og er ánægja með þær,  og búið að taka upp gömlu girðinguna frá Háafossi að Hólaskógi.

Ekki var farið í að ljúka húsinu í Tjarnarveri, en stefnt að því 2018.

Það fékkst fjármagn úr Fjallvegasjóði og er það í athugun með ráðstöfun á því.

Rætt var um umsjón á afréttahúsunum nú þegar búið er að laga þau. Það er skoðun nefndarinnar að það þurfi að komast í fastar skorður með standsetningu húsana á vorin og eftirlit með þeim, málinu beint til sveitastjórnar.

                                        Fundi slitið kl. 21.3o