5 .fundur afréttamálanefndar Gnúpverjaafréttar.
Haldinn í Háholti 24. Ágúst 2015. Mætt voru Lilja Loftsdóttir, Bjarni Másson og Oddur Guðni Bjarnason.
Lilja setti fund kl. 20.30, þrjú mál voru á dagskrá: Fjárhagsáætlun fjallskilasjóðs.
Niðurjöfnun fjallskila.
Önnur mál.
Fjárhagsáætlun: Tekin var fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Lilja lagði fram drög að áætlun sem byggð er á rauntölum ársins 2014. Fjöldi vetrarfóðraðs fjár var 2.784 gjald á kind óbreytt kr. 472 frá fyrra ári einnig ákveðið að verð á jarðarþúsundi óbreytt kr.120 á einingu. Samtals er niðurstöðutala tekjuhliðar kr. 2.134.347.
Um útgjaldahlið reikningsins verða laun fjallmanna óbreytt frá fyrra ári og er niðurstöðutalan kr. 901.530. Um annan kostnað voru gerðar nokkrar breitingar frá fyrra ári sem eru helstar, matarkaup hækkað um 5% vegna almennrar verðlagsbreytinga, heykaup þar sem flytja þarf allt hey fyrir fjallferðina. Afréttamálanefndin ræddi um hvað tryggingar höfðu hækkað milli ár og var ákveðið að láta athuga ástæður þess og hvað væri innihald þessarar tryggingaverndar. Breytilegi kostnaðar útgjalda endaði í kr. 1.232.817. Samtals útgjöld kr.2.134.347
Niðurjöfnun fjallskila: Sandleit fullskipuð, Norðurleit fullskipuð, enn vantar fjóra smala að Dalsá en unnið er í málinu. Matráðar og trússar fullskipað.
Önnur mál: Óskað eftir því að sveitarstjóri tilkynni lögreglu og vegagerð tafir á þeim tímum sem fjárrekstrar og réttir standa yfir.
Athuga með að réttir og safngerði verði í lagi á tilsettum tíma.
Lilja sagði frá gangi mála vegna nýbyggingarinnar í Tjarnarveri og hvert framhaldið verði nú í haust en stefnt er að fara eina helgi og klára klæðningu veggja að utan og að einangra veggina að innan. Allir nefndarmenn lýstu yfir miklu þakklæti til allra þeirra sem komið hafa að þessu verki en ekki verður hægt að gista í nýja húsinu þetta haustið.
Fundi slitið 23.20
Fundargerð ritaði. Oddur Guðni Bjarnason