Afréttarmálanefnd Gnúpverja

1. fundur 25. ágúst 2014 kl. 20:30
Nefndarmenn
  • Lilja Lofstdóttir formaður
  •  Bjarni Másson
  • Oddur G. Bjarnason

01. fundur haldinn að Brúnum mánudagskvöldið  25. ágúst 2014 kl. 20:30.

  1.  Fjárhagsáætlun fjallskila fyri r2014. Lagt til að álögð gjöld á vetrarfóðraða kind verði eins og síðasta ár 472,- kr prkind. Hækkar sá tekjuliður sem nemur fjölgun milli ára sem ser tæpar 100 kindur.Lagt er til að gjöld vegna trússara og matráðs hækki og verði einn og hálfur dagur á móti einum degi smala. Þar viljum við koma á móts við þá vinnu sem þetta fólk vinnur  áður en lagt er upp í fjallferð og eftir a' komið er heim. Aðrir gjaldaliðir breytast mismikið eða standa í stað.  Lagt er til að ekki  verði afsláttur til þeirra er hafa fé í heimahögum. Sjá nánar á fylgiskjali.
  2. Niðurjöfnun fjallskila. Enn vantar trússara og matráð í Gljúfurleit auk þriggja smala. Einn mann vantar í eftirsafn. Unnið verður að því að finna  fólk í þessi verk.
  3. Farið yfir þau mál esem vinna þarf fyrir fjallferð og réttir.
  4. Önnur mál: Samningur sá er nefndin og Afréttarmálafélag  Flóa og Skeiða var búið að láta gera  í samvinnu við Skógræktina og varðaði smalamennsk í Þjórsárdal mun ekki koma ti lfrmkvæmdar þar sem Skógræktin treystir sér ekki til að taka þátt í honum og telur hann fordæmisgefandi fyrir önnur svæði sem hún hefur með að agera. Gerð nýrrar landbótaáætlunar mun hefjast nú á haustdögum. Stjórn Landbótafélasins mun vinna að henni.

            Fleira ekki.