Afréttarmálanefnd Gnúpverja
- Vegavinna/fjallvegasjóður
- Gylfi búinn að tala við Pierre í sambandi við vegavinnu: Bjarnalækur – Kisa. Stefnan er að fara í kringum 20. ágúst. Fengum styrk, 4 milljónir, í verkið. Ef það verður peningur eftir, er spurning hvað við viljum þá laga, kannski halda áfram inn fyrir Kisu. Það væri skynsamlegast úr því að þeir eru komnir svona langt innúr. Gylfi þarf að heyra í Pierre þegar nær dregur og tala við vegagerðina áður en þeir byrja.
- Auglýsing fyrir fjallferð.
- Frestur til að sækja um hjá fjallkóngi verður 20. ágúst.
- Framkvæmdaáætlun
- Bjarnalækjabotnar – hestaskjól og hnakkageymsla. Þurfum að tala við Skeiða – og Flóamenn þar sem þeir eiga í húsinu líka. Þurfum að halda fund með þeim.
- Höfum milljón í viðhald á húsunum á þessu ári.
- Hugmyndin var að setja upp klósetthús við Gljúfurleit. Náum því varla núna fyrir fjallferð.
- Spurning með að nota peninginn í að kaupa bragga sem nota má sem hesthús/hnakkageymslu. Braggi kostar u.þ.b. milljón – þá væri hægt að kaupa hann í ár og setja hann svo upp á næsta ári.
- Guðmundur verður fjallkóngur og eftirsafnsforingi – samþykkt einróma.
- Eftirsafnsskipulaginu var breytt í fyrra. Farið á miðvikudegi, fleira fólk kemur til á laugardegi, auðveldara að fá fólk um helgi. Auglýsum að leggja af stað á miðvikudeginum, höldum því opnu að hægt sé að hnika til ef veðurspá er slæm.