Afréttarmálanefnd Gnúpverja

4. fundur 27. október 2022 kl. 20:30 - 22:30 Steinsholt
Nefndarmenn
  • Gylfi Sigríðarson
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Helga Høeg Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Helga Høeg Sigurðardóttir
  • Tilkynningar:
    • Vegagerðin búin að taka út veginn og samþykkja framkvæmdina frá því í sumar.
  • Aðalefni fundarins í kvöld er að vinna í framkvæmdar- og fjárhagsáætlun.
    • Arnór heyrði í Sigurði Unnari og ræddi Gljúfurleit. Spurning um að ráða hann til að gera kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir í Gljúfurleit og Bjarnalækjabotnum.
    • Þurfum að funda með afréttamálanefnd Flóa- og Skeiða vegna framkvæmda í Bjarnalækjabotnum
    • Viðhald á réttum þarf að komast á fjárhagsáætlun
  • Spurning að loka Gljúfurleit næsta sumar og klára það sem á að gera á einu bretti
    • að breyta hesthúsinu í svefnrými
    • breyta eldhúsinu
    • rífa innan úr öllu húsinu og klæða það með panel
    • setja upp bragga
    • setja upp vatnsklósettin úti
  • Þurfum að fá fund með sveitarstjóra,
    • setja hann inn í það sem við erum að hugsa með tilliti til framkvæmda
    • fá samþykki til að ráða Sigurð Unnar
    • að fá sveitastjóra til að ræða við skógræktina um að laga girðinguna við Reykholt
    • að ræða viðhald á réttum
    • biðja sveitastjóra að sækja til vegagerðarinnar að láta laga safngirðinguna meðfram veginum
  • Skoðum bragga inná vefsíðu Hýsi, okkur líst vel á bragga sem er 5x9x3,15. Leggjum til forsteypta sökkla, sem væri hægt að steypa í byggð í sjálfboðavinnu. Gylfi ætlar að senda tölvupóst og fá tilboð í svona bragga.
    • Ræðum staðsetningu og vindáttir.
  • Þurfum að sækja klósetthúsið inn að Stöng, Arnór heyrir í Strá ehf.
  • Gylfi heyrir í Ara Thor uppá að boða Afréttamálafélag Flóa- og Skeiða á fund með okkur og ræða Bjarnalækjabotna.
  • Það á að fara að gera deiliskipulag í Hólaskógi, þurfum að vera með í þeirri vinnu og koma nýjum fjallmannakofa inn á deiliskipulagið.
  • Hugmyndir sem fram komu á fundinum
    • Sandleit – þarf að leggja hana af?
    • Banna að keyra fé innar á afréttinn en eitthvað ákveðið?
    • Þurfum við að breyta fjallskilum, færa ábyrgðina á bændur? Að bændur skaffi sjálfir fjölda smala miðað við fjárfjölda.
    • Hafa sameiginlegan afrétt Flóa-Skeiða og Gnúpverja?
    • Framtíð réttanna. Rekstrarréttir?
  • Umræða spannst um þessa punkta og ákveðið var að halda þurfi fund með fjárræktarfélaginu og taka umræðu þar – boða sauðfjárbændur í Gnúpverjahreppi á þann fund.
  • Einnig var ákveðið að hafa samband við vini Skaftholtsrétta. Helga heyrir í Lilju Loftsdóttur.

 

Fundi slitið kl. 22.40