Afréttarmálanefnd Gnúpverja

5. fundur 14. mars 2023 kl. 20:30 - 22:30 Árnesi
Nefndarmenn
  • Gylfi Sigríðarson
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Helga Høeg Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Helga Høeg Sigurðardóttir

Mætt til fundar:

Gylfi Sigríðarson, Arnór Hans Þrándarson, Guðmundur Árnason, Ágúst Ingi Ketilsson, Ari Thor, Jón Vilmundarson og Ingvar Hjálmarsson og Helga Høeg Sigurðardóttir

Sameiginlegur fundur afréttamálanefndar Gnúpverja og afréttamálanefndar Flóa-og Skeiða.

 

  1. Framkvæmdir í Bjarnalækjabotnum
  • Áætlað er að fara í framkvæmdir í Bjarnalækjabotnum. Afréttamálanefnd Gnúpverja vill kanna hvort áhugi sé fyrir því hjá afréttamálanefnd Flóa-og Skeiða að taka þátt í þeim framkvæmdum með afréttamálafélagi Gnúpverja.
  • Fyrirhuguð verkefni
  • Byggja bragga sem nýtist sem hesthús, hnakkageymsla og fleira.
  • Breyta skálanum að innan og taka hann alfarið undir aðstöðu fyrir fólk.
  • Koma rennandi vatni í skálann
  • Afréttamálafélag Gnúpverja fékk úthlutað frá sveitarfélaginu 1.500.000 kr fyrir framkvæmdir í Bjarnalækjabotnum
  • Tilboð frá Hýsi, braggi (5x9m) kostar tæpar 1.500.000kr
  • Afréttamálafélag Gnúpverja leggur til að við skiptum með okkur verkefnunum.
  • Stjórn Flóa-Skeiða tekur vel í þessar hugmyndir. Mun funda og greina frá endanlegri niðurstöðu.

 

  1. Afrétturinn, smalamennskur, réttir

 

  • Umræður um framtíðarsýn hvað varðar afréttinn, smalamennskur, rekstur í byggð og réttir.

      Afréttamálanefnd Skeiða-og Flóa yfirgefur fundinn.

      Afréttamálanefnd Gnúpverja fundar áfram.

 

  1. Hugmyndir sem til stendur að bera upp á aðalfundi fjárræktarfélags Gnúpverja í næstu viku. Afréttamálanefnd Gnúpverja vill heyra skoðanir sauðfjárbænda á ákveðnum málefnum sem hafa verið til umræðu í nefndinni.

 

  • Gylfi leggur fram eftirfarandi tillögur
  • Keyra féð heim af afréttinum frá Hólaskógi og Fossá
  • Byggja nýjar réttir og rétta við Fossá. Réttir í Skaftholtsréttum myndu þannig leggjast af.
  • Sameina afrétt Gnúpverja, Flóa- og Skeiðamanna og öllum væri frjálst að reka upp þar sem hver og einn kysi.
  • Hafa takmarkanir á því hversu langt megi keyra fé þegar hleypt er á afréttinn.
  • Arnór leggur fram tillögu um breytingu á fjallskilum.
  • Samkvæmt þeirri tillögu eiga bændur sjálfir að skaffa fjölda smala í samræmi við fjárfjölda á fjalli.

 

Ekki eru allir nefndarmenn sammála um þessar hugmyndir og því telur nefndin heppilegt að leggja þær fram á aðalfundi fjárræktarfélagsins til þess að fá umræður og heyra skoðanir sauðfjárbænda á þeim.

 

Fundi slitið 22.45