Afréttarmálanefnd Gnúpverja

7. fundur 08. ágúst 2023 kl. 20:30 Árnesi
Nefndarmenn
  • Gylfi Sigríðarson
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Helga H. Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Helga Høeg Sigurðardóttir

Gestir á fundinum eru: Guðmundur Árnason Fjallkóngur

Fundargerð ritaði Helga

 

  1. Klósetthúsið

Skoðuðum klósetthúsið og skipulögðum vinnuna sem eftir er við það.

  1. Fjallvegasjóður

2,5milljónir komu úr fjallvegasjóði. Strá ehf er búið að taka að sér að laga veginn í Skúmstungum.

  1. Skipulag vegna aksturs á fé frá Hólaskógi og frá Fossá í haust

Umræður um skipulag og fjárhagsáætlun vegna aksturs.

  • Kostnaður við aksturinn mun leggjast á fjallskil
  • Við erum líklegast komin með nóg af flutningstækjum en ákveðum að kanna hvort einhver hefði áhuga á að keyra fé sjálfur. Lágmarksfjöldi í hverri ferð þyrfti að vera 50 hausar. Auglýsum það á facebook.
  • Við komum með lokaskipulag og kostnað eftir fund 21. ágúst

 

  1. Girðingar
  • Hestagirðingin í Hólgaskógi.
  • Aðhald svo hægt verði að reka uppá vagna í Hólaskógi.

 

Fundi slitið kl. 23

Næsti fundur ákveðinn mánudagskvöldið 21. ágúst.