- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundarefni: Deiliskipulag og framkvæmdir sumarsins.
1: Farið yfir deiliskipulag í kringum gangnamannakofa Gnúpverja. Sigurður kynnti drög að lóðum og kvöðum sem fylgja hverri lóð, Gljúfurleit, Bjarnalækjabotna og Tjarnaver. Nefndin líst vel á það sem komið er og samþykkti að halda áfram að vinna í málinu.
2. Farið yfir verkefni sumarsins. Ákveðið að skipta um aðalhurðina í Gljúfurleit og setja pall og skjólvegg þar fyrir framan. Miða við að taka helgi í þetta verkefni og safna saman mannskap í það. Tala við Palla á LEiti að setja hurðina í.
3. Sótt var um styrk til vegagerðar í fjallvegasjóð og ákveðið að tala við verktaka sem kemst í vegagerð í júlí. Setja ræsi og laga þar sem þarf.
Fundi slitið: 17:30
Arnór Hans Þrándarson ritaði fundargerð