Afréttarmálanefnd Gnúpverja

11. fundur 21. febrúar 2024 kl. 15:00 - 16:40 Árnesi
Nefndarmenn
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Gylfi Sigríðarson
  • Helga H. Sigurðardóttir
Starfsmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Høeg Sigurðardóttir

 

1. Fjallaskálar

Haraldur leggur til að auglýsa rekstur fjallaskálanna. Sylvía mun útbúa drög að auglýsingu og leggja fyrir afréttarmálanefnd á fundi. Helga leggur áherslu á að afréttarmálanefnd muni fá að hafa eitthvað um uppbyggingu skálanna að segja og að mikilvægt sé að hafa í huga hvort og þá hvaða áhrif það hefur ef flestir eða allir skálar á Gnúpverjaafrétti og á afréttum nágrannasveitarfélaga séu á höndum eins eða fárra aðila.

 

2. Fjallvegasjóður

Þurfum að sækja um í fjallvegasjóð, Sylvía gerir það. Það stendur til að laga veginn, grjóthreinsa og hefla, fyrir innan Kisu og inn í Tjarnarver. Einnig áframhaldandi viðhald í Skúmstungum og Starkarðsveri eftir því hversu mikið fjármagn fæst.

 

3. Fjárrekstur

Afréttarmálanefnd mun svara erindi sveitarstjórnar um fjárrekstra eftir fund með sauðfjárbændum.

 

4. Viðhald á réttum

Það þarf að sinna viðhaldi á réttunum. Afréttarmálanefnd mun finna fagmann og farið verður í að ástandsskoða í vor eða sumar.

 

5. Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu er í samráðsgátt. Sendum inn umsögn frá afréttarmálanefnd Gnúpverja.

 

Fundi slitið kl. 16.40