Afréttarmálanefnd Gnúpverja

14. fundur 31. júlí 2024 kl. 20:30 - 21:50 Steinsholti
Nefndarmenn
  • Gylfi Sigríðarson
  • Arnór Hans Þrándarson
  • Helga H. Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Helga H. Sigurðardóttir

 

  1. Fjallferðir

Frestur til að sækja um leit er 20. ágúst. Stefnum á að hittast miðvikudaginn 21. ágúst og raða niður í leitir.

Fjallskil og smalamennskur verða með sama sniði og í fyrra.

  1. Fjallvegasjóður

2,5 milljónir komu úr fjallvegasjóði. Pierre Davíð Jónsson er búinn að taka að sér vinnu við veginn. Aðaláhersla verður lögð á kaflann milli Kisu og Hnífár en einnig verður farið í fleiri staði sem þarfnast viðhalds. Stefnt er að þessari vinnu í lok ágúst.

  1. Verkefnalisti fyrir fjallferðir og réttir
    • Girðingar
      • Yfirfara safngerðið og hestagirðinguna í Hólaskógi, skoða afréttargirðinguna í leiðinni. Gylfi tekur það að sér eða finnur einhvern í verkið.
      • Panta hólf fyrir fjallhesta á Ásólfsstöðum. Arnór heyrir í Jóhannesi H. Sigurðssyni.
    • Réttir
      • Yfirfara grindur og girðingar.
      • Ákveðum vinnudag þegar við hittumst næst
    • Skrifstofan
      • Auglýsa tafir á vegum og panta slátt með vegum
  1. Viðhald Skaftholtsrétta

Þurfum að finna fagmann og ástandsskoða réttirnar. Helga tekur það að sér.

  1. Hugarflugsfundur

Afréttarmálanefndin mun áfram vinna með niðurstöður hugarflugsfundarins frá því í vor og kynna þær í haust.

Fundi slitið kl. 21.50
Næsti fundur verður miðvikudagskvöldið 21. ágúst 2024