- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
1. Fjallferðir gerðar upp
Fjallferðir gengu vel, það smalaðist vel og veður flesta daga gott. Afburðargott verður var í eftirsafni. Nokkra reikninga vantar uppá til að klára uppgjörið.
2. Staða verkefna
3. Tillaga formanns afréttarmálanefndar
- Fjallmenn deilast á bæi sem setja fé á afrétt, hlutfallslega eftir fjölda fjár.
- Kostnaður við smalamennskur á Gnúpverjaafrétt deilist á það fé sem er á afrétt hverju sinni.
Í dag borga lögbýli í sveitinni jarðarþúsund, sem er ákveðinn réttur hvers bæjar til að nýta afréttinn. Þessi fjárhæð er í dag samtals 620.144 kr og er meira en nóg til viðhalds girðinga og safngerða. Þannig taka allir bæir þátt í viðhaldi hvort sem þeir setja fé á afrétt eða ekki. Það er eðlilegt að kostnaður við smalamennskur hverju sinni sé greitt af þeim sem eiga það fé sem á afrétt er.
Umræður fóru fram um tillöguna. Ákveðið var að fresta afgreiðslu hennar til næsta fundar, þar sem ekki var samstaða um hana og nákvæmar upplýsingar um kostnað lágu ekki fyrir.
4. Niðurstöður hugarflugsfundar
Nefndin heldur áfram vinnu við að taka saman niðurstöður hugarflugsfundar með sauðfjárbændum sem haldinn var síðastliðið vor.
5. Erindi frá formanni afréttarmálanefndar
Formaður afréttarmálanefndar las eftirfarandi erindi upp fyrir nefndina:
Ég hef talað fyrir breytingum á ýmsu tengt afrétti og réttum. Ég tel óþarfa að vera að reka fé á veginum frá Fossá og fram í réttir, hvorki bjóðandi skepnum né fólki upp á þær aðstæður. Umferðin eykst með hverju árinu og þykir mér ótrúlegt að ekki hafi orðið slys skepnum eða fólki, ég vil ekki bíða eftir því að það gerist. Við höfum haldið fundi með sauðfjárbændum um nokkrar útfærslur, að halda þessu óbreyttu, að keyra féð af afrétti fram í réttir eða að byggja réttir inn við Fossá. Þar hafa komið ýmis rök með eða á móti hverri tillögu sem er vel. Fyrir mér er þetta tvennt, nýjar réttir inn við Fossá, þar sem skipulag rétta verði út frá góðum vinnubrögðum sem og dýravelferð eða rétta áfram í Skaftholtsréttum, út frá menningarlegri sögu. Ég veit hvað mast velur. En ef fólk telur menninguna í kring um Skaftholtsréttir vera mikilvægari en nútíma vinnubrögð og dýravelferð þá virði ég það, þó sammála sé ég ekki. Þörf er á að fara í kostnaðarsamar viðhaldsaðgerðir á Skaftholtsréttum svo þær geti þjónað hlutverki sínu þar með talist fjárheldar næstu árin. Ég tel mun gáfulegra að halda þeim við sem menningarminjum, kostnaðarminna og einfaldara verk, gera þær að sögustað.
Oft er talað um hefðir sem ekki má breyta, en sem betur fer hafa hefðir tengdar smalamennskum breyst í gegnum árin. Ég er ekki viss um að margir gæfu sig fram í smalamennskur afréttarins ef enn væri sofið í tjöldum t.d.
Ég sé ekki fram á að nýta afréttinn næstu ár og tel því eðlilegt að aðrir sem það hyggjast gera sjái um þá miklu sjálfboðavinnu sem formaður afréttarmálanefndar sinnir. En ég vil biðja til bænda að vera óhræddir að ræða nýjar hugmyndir og aðrir að geta hlustað á nýjar hugmyndir án þess að nota þau rök að verið sé að eyðileggja líf fólks, það gerir lítið úr stöðu fólks annarstaðar í heiminum þar sem raunverulega er verið að eyðileggja líf.
Ég segi mig hér með úr afréttarmálanefnd Gnúpverja.
Gylfi Sigríðarson
Fundi slitið kl. 22.40