Afréttarmálanefnd Gnúpverja

11. fundur 25. júní 2020 kl. 19:00
Nefndarmenn
  •  Arnór Hans Þrándarson
  • Gylfi Sigríðarson
  • Lilja Loftsdóttir
  • Kristófer Tómasson

11. fundargerð Afréttarmálanefndar Gnúpverjafréttar   

Fundarstaður: Árnes     Dagsetning: 25. júní 2020    Tími:  19:00   Fundargerð nr.11

Fundarefni: Verkefni sumarsins.

  1. Farið yfir girðingar á Hafinu. Gylfi  tekur að sér að yfirfara girðingar á vegum hreppsins og einnig að girða nýja girðingu frá Landgræðsluhlutanum upp að rimlahliði á Sandafelli.  Peningar sem voru settir í girðingar í fjárhagsáætlun Skeiða-og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2020 skila sér til ráðstöfunar í girðingar t.d. í kringum réttir og safngerði framan við Hólaskóg.
  2. Viðhald á húsum. Ákveðið að setja nýja hurð í Gljúfurleit og þá að meta hvað þarf að gera þar.
  3. Starfsmenn áhaldahúss hreppsins sjá um að standsetja afréttarhúsin og fylgjast með þeim í sumar.
  4. Réttir. Talað um að fá unglingavinnuna til að snyrta í kringum réttirnar og eins að reyna að útrýma lúpínunni sem er komin víða inn í dilka.
  5. Tillaga að fjallskilabreytingu.

       Afréttarmálanefnd Gnúpverja leggur til að þeir sem vinni umfram fjallskil fái ekki endurgreitt úr fjallskilasjóði.

Greinagerð: Þar sem fénu er búið að fækka síðustu ár er alltaf erfiðara að ná endum saman í fjallskilasjóði. Þá leggjum við til þessa breytingu til að auðvelda okkur að ná endum saman.

Fundi slitið: 20:30

Arnór Hans Þrándarson