Fundur Afréttarmálanefndar Gnúpverjafréttar Fundarstaður: Árnes. Dagsetning: Ágúst 2020 Tími: 17:00
Fundargerð nr.12
Fundarefni: Breytingar á fjallferðum og réttum vegna covid - 19. Staða á verkefnum sumarsins.
-
Farið yfir hvernig hægt væri að breyta fjallferðum og réttum til að standast reglur almannavarna um sóttvarnir vegna covid - 19. Margar hugmyndir ræddar en nákvæmari tillögur eiga að koma í næstu viku og þá verður þetta ákveðið. Gylfi tekur að sér að tala við Afréttafélag Flóa og Skeiða um að Gnúpverjar sjái um að smala fyrir innan Dalsá.
-
Farið yfir verkefni sumarsins og stöðuna á þeim.
-
Ákveðið að hittast 20. ágúst í Árnesi.
Fundi slitið: 18:00
Arnór Hans Þrándarson
Fundarritari.