Atvinnu-og samgöngunefnd

23. fundur 23. janúar 2018 kl. 18:00
Nefndarmenn
  • Fundinn sátu  Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  • Kristófer A. Tómasson. Fundargerð skrifaði Matthildur
23. fundur hjá Atvinnu- og samgöngumálanefnd þann 15. janúar 2018 kl. 18:00  í Árnesi.
  1. Farið yfir verkefnalista hverrar nefndar og gerðar smávægilegar breytingar áður en hver nefnd fær svo sinn verkefnalista fljótlega.
  2. Undirbúningur fyrir fund sem haldinn verður 17. janúar 2018 kl. 20 fyrir sveitarstjórnir og atvinnumálanefndir á vestursvæði Suðurlands. Á fundinum verður kynnt áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland. Á undan þeim fundi mun Atvinnu- og samgöngumálanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps funda með Atvinnumálanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps og ræða atvinnustefnu hreppsins, markmið og mælikvarða. Það er undirbúningur fyrir atvinnumálaþing sem haldið verður í Uppsveitunum á útmánuðum.
  3. Engin önnur mál.

Ákveðið að 24. fundur nefndarinnar verði haldinn miðvikudaginn 31. janúar klukkan 17:30. Fundi slitið klukkan 18:38.