23. fundur hjá Atvinnu- og samgöngumálanefnd þann 15. janúar 2018 kl. 18:00 í Árnesi.
-
Farið yfir verkefnalista hverrar nefndar og gerðar smávægilegar breytingar áður en hver nefnd fær svo sinn verkefnalista fljótlega.
-
Undirbúningur fyrir fund sem haldinn verður 17. janúar 2018 kl. 20 fyrir sveitarstjórnir og atvinnumálanefndir á vestursvæði Suðurlands. Á fundinum verður kynnt áfangastaðaáætlun DMP fyrir Suðurland. Á undan þeim fundi mun Atvinnu- og samgöngumálanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps funda með Atvinnumálanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps og ræða atvinnustefnu hreppsins, markmið og mælikvarða. Það er undirbúningur fyrir atvinnumálaþing sem haldið verður í Uppsveitunum á útmánuðum.
-
Engin önnur mál.
Ákveðið að 24. fundur nefndarinnar verði haldinn miðvikudaginn 31. janúar klukkan 17:30. Fundi slitið klukkan 18:38.