Atvinnu-og samgöngunefnd

22. fundur 18. september 2017 kl. 10:00
Nefndarmenn
  • Fundinn sátu  Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  • Björgvin Skafti Bjarnason. Fundargerð skrifaði Matthildur

22. fundur hjá Atvinnu- og samgöngumálanefnd þann 18. september 2017 kl. 10 í Árnesi.

  1. Rætt um atvinnustefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Farið yfir afgreiðslu sveitarstjórnarfundar um atvinnustefnuna. Rætt sérstaklega um SVÓT greiningarnar sem notaðar eru í atvinnustefnunni, þær eru skoðanir íbúa sveitarfélagsins og því ekki gerðar breytingar á orðalagi í þeim kafla atvinnustefnunnar. Rætt um dagsetningar á mælikvörðum markmiðanna og ákveðið að halda þeim til streitu. Ákveðið að atvinnustefnan fari fyrir sveitarstjórn á fundi fyrsta miðvikudag í október og þá verði búið að gera hana aðgengilegri fyrir almenning til að lesa.
  2. Samgöngumál. Samgönguþing verður haldið fimmtudaginn 28. september á Hótel Örk í Hveragerði frá kl. 11 til 16. Það þarf að lagfæra megin vegi innan sveitarfélagsins. Nýr vegur yfir í Rangárvallasýslu, vegur í Laxárdal. Safnvegir eru margir orðnir lélegir. Almenningssamgöngur eru vandamál. Skýrsla um ástand vega er til en þarf að berast til atvinnu- og samgöngumálanefndar. Fjarskiptamál, það þyrfti að bæta farsímasamband og tetra kerfið dettur einnig út í kringum ásana og fjöllin innan sveitarfélagsins. Æskilegt að nefndarmenn atvinnu- og samgöngumálanefndar sitji þetta samgönguþing.
  3. Engin önnur mál.

Fundi slitið klukkan 11:00.