- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundargerð 19. fundar atvinnu- og samgöngumálanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 23. apríl í Árnesi.
Formaður setti fund kl. 13:10 og ritaði fundargerð.
1. Atvinnustefna Skeiða og Gnúpverjahrepps.
Bjarni og Matthildur kynntu vinnu atvinnumálanefndar síðustu vikna við mótun atvinnustefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir Önnu Björk og Pálínu frá stjórn Gjálpar.
Umræður urðu um markmið og áherslur í uppkasti stefnunnar sem er í vinnslu.
Atvinnumálanefnd var boðið að kynna vinnu við mótun atvinnustefnunnar á aðalfundi Gjálpar þann 1. maí. næstkomandi.
Bjarni og Matthildur eru tilbúin að mæta á aðalfundinn og kynna og ræða hugmyndir við vinnu stefnunnar.
2. Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 14:30.