Atvinnu-og samgöngunefnd

14. fundur 24. febrúar 2017 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Matthildur María Guðmundsdóttir
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Kristófer Tómasson

Fundargerð 14. fundar Atvinnu- og samgöngunefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 24. febrúar í Árnesi.

Formaður setti fund kl 9:20 g fól Kristófer að rita fundargerð.

1.     Fundur með Gjálp. Framhald af umræðu síðasta fundar. Athugasemdir bárust frá Gjálp, félagi áhugafólks um atvinnulíf við Þjórsá, við deiliskipulag Hvammsvirkjunar. Ákveðið að boða stjórn Gjálpar til fundar með nefndinni, föstudag 3 mars. nk.

2.     Yfirferð yfir gögn frá SASS frá fundi þann 5. desember 2013.

Formaður hefur aflað gagna frá Atvinnuráðgjöf SASS frá vinnu við atvinnumálastefnu árin 2013-2014. Meðal þeirra gagna er SVÓT greining frá vinnufundi árið 2013. Talsverðar umræður urðu um gögnin. Nefndin er sammála um að rýna gögnin vel og greina hvaða atriði geta gagnast við áframhaldandi vinnu við Atvinnumálastefnuna.

Næsti fundur ákveðinn 03.mars  n.k.

              Fundi slitið kl 10:00.