Atvinnu-og samgöngunefnd

11. fundur 09. nóvember 2016 kl. 17:00
Nefndarmenn
  • Mættir Einar Bjarnson. Björgvin Skafti Bjarnason. Meike Erika Witt. Kristófer Tómasson
  •  
  •  

Árnesi klukkan 17:00 – 18:15  Einar skrifaði fundargerð.

Farið var yfir nokkur verkefni sem snúa að Atvinnumálanefnd t.d.

·         Göngu, hjóla og reiðstígar skráning og birting

o   Töluverð vinna og mun þarfnast fjármagns, spurning að fá t.d. nema, byrja á að kortleggja og síðan þarf að velja af kostgæfni hvað verður gefið út og passa að hafa það í sem mestri sátt við alla hlutaðeigandi.

·         Þróunin í Þjórsárdal (Laugin, Hólaskógur, Þjóðveldisbær, Stöng)

o   Laugin í þjórsárdal er loks komin á skrið og mjög áhugaverðir hlutir þar að þróast.

o   Verið er að semja um og ákveða með Hólaskóg og lítur að það sé allavega eins og er að þróast farsællega fyrir alla hlutaðeigandi.

o   Þjóðveldisbærinn. Töluverðar endurbætur eiga sér stað þar og búið að setja inn fjölda muna og fatnaðar sem tengjast þessum tíma. Enn er eindregið stefnt að því að auka opnunartíma ásamt því að víkka út notkunarmöguleika bæjarins.  Eins eru í gangi verkefni um nýja aðkomu að bænum sem nýtist öllu svæðinu og opnar á möguleika að hafa Landvörð og þjónustumiðstöð fyrir dalinn sem mundi þá nýtast við móttöku í bæinn.

o   Stöng. Búið er að framkvæma töluvert á staðnum brú, bílastæði og stígur en næsta skref hlýtur að vera að laga og koma minjunum sjálfum í viðunandi horf og þær fái þá virðingu sem þær eiga skilið. Sótt verður um fjármagn áfram og eru næstu skref í umræðu og hönnunarferli

Allt þetta mun gefa aukin tækifæri á ýmiskonar atvinnusköpun, ný atvinnutækifæri við þjónustu og afþreyingu, t.d. hestaferðir, leiðsögn göngu, hjóla, bíla. Eins er þarna mikil tækifæri í sölu á matvælum og vörum úr héraði en eftirspurnin eftir því mun án efa aukast með aukinni umferð. Aukið gistipláss og umferð kalla á aukna afþreyingu sem um leið eykur líkur á að ferðamenn eyði fleiri dögum á svæðinu en fari ekki bara í gegn án þess að skilja mikið eftir sig.

Það verður því að vera ákveðið forgangsmál að hlúa að og styðja við og ekki síður hvetja eins og hægt er við þessa þætti sem hér er talað um því allt styður þetta hvort annað

·         Búseta starfsmanna virkjana og fyrirtækjum því tengdu.

o   Búið er að senda ályktun frá síðasta sveitarstjórnarfundi á Landsvirkjun en mikilvægt er að fylgja þessu máli eftir þangað til en einhver viðbrögð ferli eða niðurstaða er komin.

·         Nýtt iðnaðarhús, möguleikar

o   Kærkomin viðbót og strax komnar hugmyndir og plön um fyrirtæki sem ætla að hefja þarna starfsemi.

·         Mikilvægt er að nýta sem best tækifæri og möguleika núverandi innviða vegna þeirrar uppbyggingar sem er að síga af stað.

o   Líkur á töluverðri aukningu gistingar (lóðin við laugina í Árnesi, stækkun Heklu o.fl.)

·         Auglýsingamyndin sem er komin í um 23.000 view. Þarf kannski að nota möguleika dreifingarkerfis facebook til að ýta betur áfram.

Þetta er greinilega að ná til fólks þar sem 23.000 hafa þegar skoðað.  Virðist vera að margir innansveitar hafi að einhverju leyti misskilið tilganginn og haldið að þetta væri mynd um sveitina sem einskonar heimildamynd þar sem öllu umhverfi atvinnu og mannlífi væri gerð góð skil á 150 sekúndum. En þetta er og var ætlað sem auglýsing til að vekja vonandi áhuga einhverra til að langa til að koma og kynna sér betur þetta sveitarfélag. Þessi dreifing sem þegar er búin að nást styður það að það hafi allavega að töluverðu leyti heppnast hjá þeim í Arctic Project.