Atvinnu-og samgöngunefnd

9. fundur 28. janúar 2016 kl. 17:00
Starfsmenn
  • Einar Bjarnason Meike Erika Witt

Árnesi frá 17:00 – 18:00 

Fundarefni:   Atvinnumálastefna staða og framhald.

Þar var haldin fundur með atvinnuráðgjöfum SASS í byrjun des. Og var þar ákveðið að halda áfram með þessa vinnu, taka saman helstu áherslur, markmið og mælikvarða með þáttöku lykilfólks í sveitarfélaginu og uppúr því ætluðu þeir að taka saman plagg sem væri atvinnumálastefna Skeiða og Gnúpverjahrepps.

Skemmst er frá því að segja ráðgjafarnir voru reknir í vikunni eftir áðurgreindann fund.

Við munum samt halda áfram og klára þessa vinnu, rætt um að fá ráðgjafa. Kristófer mun hafa samband við Bjarna H Ásbjörnsson og kanna með áhuga og kostnað. Kristófer mun líka kalla eftir frumgögnum varðandi þetta frá SASS. Eins mun hann kanna hvort SASS gæti komið að þessari vinnu eitthvað áfram þrátt fyrir brottfall ráðgjafanna.

Stefnt að klára skýrsluna fyrir vorið og síðan haustfund í haust.

Ferðamálaþing

Ferðaþjónastan er tvímálalaust líklegasti vaxtabroddurinn. Stefnt er að því að kalla saman alla sem eru í og hafa áhuga á ferðaþjónustu í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Jafnvel hafa litla faghópa eins og gisting, sérferðir eða hestaferðir, veitingar, þjónusta o.sv.frv. 

Sent bréf á alla hugsanlega aðila (Einar gerir uppkast) sem fyrst og athugað með áhuga og ef það kemur vel út þá verður farið í þetta og gert veglega og fengið fagfólk til að hjálpa til og veita ráðgjöf.

Vinnu og fundaráætlun vetrarins.

Stefnt fundi í síðustu viku hvers mánaðar hið minnsta.