Atvinnu-og samgöngunefnd

8. fundur 01. júní 2015 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Einar Bjarnason
  • Meike Erika Witt
  • Björgvin Þór Harðarson
  • Kristófer Tómasso

8. fundur Atvinnu samgöngunefndar í   Árnesi 01.06.2015  klukkan 20:00D

      

  • Kynningarmyndbandið staðan og næstu skref

    Upphaflegt tilboð stendur en einhver viðbót verður vegna ferða og fund

    Hugmyndir virðast dáldið á reiki  og þarf að fá á hreint hvaða tónlist á að nota endanlega. Þarf að heyra í þeim með það (Meike)

    Skotlistinn og stemmningin efnileg en vantar kannski aðeins smá tvist eða eitthvað sem gerir það alveg sérstakt.

    Stefnt enn að tökum í ágúst og í kringum réttir.  

    Þarf að undirbúa líka móttöku og upplýsingagjöf sem fylgir myndinni eftir.

  • Íbúafundur með bændum 7.maí - áframhald

    Nokkrir bændur hafa sýnt áhuga á að halda áfram með verkefnið um að koma á kynningarsíðu fyrir vörur merktar býlum byggða á þeirri hugmynd sem var kynnt á fundinum 7.maí. Næsta skref er að viðkomandi bú taki sig saman og sæki um styrk hjá atvinnueflingarsjóði og taldar góðar líkur á að það gangi upp.

  • Ferðamálaþing vor (mars) 2016 - skipulag (er aðeins byrjuð á því).

    Meike er byrjuð vinnu í kringum það, öllum sem eru í ferðaþjónustu boðið og fengnir inn góðir fyrirlesarar. Til umræðu að bjóða fleiri sveitarfélögum að borðinu. Tíminn núna nýttur til að reyna að finna hvar skóinn helst kreppir að svo að hópavinna og fyrirlestrar verði markvissari og nýtist sem allra best.

    Kristófer tekur saman hverjir þetta eru og í hverju hér í okkar sveitarfélagi.

  • Annað

    Rætt hvort ekki sé eðlilegt að greiða fyrir undirbúning og umsjón þinga og opinna funda eins og fyrir venjulega nefndarfundi.

    Fundi lokið 22:00.