Atvinnu-og samgöngunefnd

6. fundur 11. mars 2015 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Mætt til fundar:  Einar Bjarnason
  • Meike Witt
  • Björgvin Harðarson
  • Kristófer Tómasson

Fundargerð 06. fundar Atvinnu- og samgöngumálanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps 11.mars kl. 20. Haldinn í Glóruhlíð.

  1. Undurbúningur að íbúafundi í Þjórsárdal sem ákveðið hefur verið að halda á næstu vikum. Farið var yfir hvernig skipulag fundarins skyldi vera, helstu atriði sem leggja þarf áherslu á í Þjórsárdal.
  2. Rætt hugmyndir að ferðamálaþingi. Í nefndinni er áhugi fyrir að standa fyrir slíku þingi á árinu.
  3. Landbúnaðarvörukynning (markaðssetning og Off venue (Slow food/ Fund & Fun). Áhugi er fyrir því að halda landbúnaðarvörukynningu í sveitarfélaginu. Rætt var um hugmyndir að efni á slíkri kynningu.

Formaður sleit fundi kl 21:30.