1. fundur Haldin í Árnesi 15. September klukkan 17:30 2014.
Mættir
Einar Bjarnason, Meike Erika Witt, Björgvin Þór Harðarson, Kristófer Tómasson
Fundargerð rituð af Einari Bjarnasyni
-
Farið yfir erindisbréf fyrir nefndina og það rætt og nokkrar smávægilegar breytingar og lagfæringar gerðar
-
Kynningarmyndband um Skeiða og Gnúpverjahrepp rætt og málið stutt áfram. Bæði til að auglýsa svæðið sem eftirskóknarverðan stað til að búa og starfa í og ekki síður til að auka samheldni og stollt inná við. Vilji er til að halda áfram með þetta verkefni og stefnt að upptökum og vinnslu í vor og næst haust. Verkefnisstjóri verður formaður Atvinnu og samgöngunefndar en verði jafnframt unnið í nánu samstarfi við menningar og æskulýðsnefnd.
-
Ferli hugmynda og verkefnisstjórnar rædd og stefnt að því að setja saman góða vinnulýsingu um ferli hugmynda frá fyrstu snertingu, ákvörðunar um verkefni, vinnslu verkefna eftirfylgni og lok.
-
Umræður um ýmsar greinar atvinnumála í sveitinni og hugmyndir þeim tengdum sérstaklega hin vannýttu tækifæri sem liggja í dag í ferðamannaiðnaðinum hér í sveit og þeim verkefnum sem þar er verið að vinna í og þarf að vinna í.
-
Vilji fyrir að nýta áfram vinnuna við atvinnustefnu sem var unnið í á síðasta kjörtímabili.
-
Stefnt að öðrum fundi sem fyrst til að taka betur saman reglur um stýringu verkefna og koma hugmyndum sem eru í gangi og vilji er fyrir að halda áfram með í ferli.
Fundi slitið 19:00