Atvinnu-og samgöngunefnd

3. fundur 25. júní 2020 kl. 09:15
Nefndarmenn
  • Haraldur Jónsson formaður
  • Hannes Ó. Gestsson varaformaður
  • Karen Kristjana Ernstsdóttir ritari
  •  
  1. Atvinnustefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2019 rædd.  Hugmynd að fara í gegnum skýrsluna, taka stöðumat á öllum markmiðum sem sett voru fram í skýrslunni og endurmeta miðað við stöðuna í dag.  Óskað verði eftir fundi með nýjum sveitarstjóra Bjarna Ásbjörnssyni, sem einnig var síðasti formaður Atvinnumála og samgöngunefndar (KKE).
  2. Atvinnuleysi í Skeiða- og Gnúpverjahrepp var rætt.  Almennt atvinnuleysi í hreppnum í maí 2020 var 3,2% og minnkandi starfshlutfall var 2,2%.  Meðaltal á Suðurlandi í maí var almennt atvinnuleysi 6,5% og minnkandi starfshlutfall 5,7%. Atvinnuleysi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er því ívið lægra en meðaltalið á Suðurlandi.
  3. Samgöngumál. Fróðlegt væri að vita kostnað við heflun heimreiða og vega og einnig hve marga km þarf að hefla í sveitarfélaginu.  Hver eru plön Vegagerðarinnar varðandi vegagerð og þjónustu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi (HJ)? 

 

Fleira ekki rætt.

Ákveðið að boða næsta fund síðar.