Öldungaráð Uppsveita og Flóa

Velja má nefnd úr boxinu hér hægra megin / fyrir neðan til að sjá allar fundargerðir viðkomandi nefndar.

1. fundur 15. maí 2024 kl. 15:00 - 16:20 Borg í Grímsnesi
Nefndarmenn
  • Sigríður Kolbrún Oddsdóttir Grímsnes- og Grafningshreppi
  • Stefán Arngrímsson Hrunamannahreppi
  • Stefanía Hákonardóttir Bláskógabyggð
  • Halla Kjartansdóttir Flóahreppi
  • Lilja Össurardóttir Skeiða- og Gnúpverjahreppi
  • Bergljót Þorsteinsdóttir Félag eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
  • Guðrún Alfreðsdóttir Félag eldri bogara í Hrunamannahreppi
  • Geirþrúður Sighvatsdóttir Félag eldri borgara í Bláskógabyggð
  • Ásta Oddleifsdóttir fulltr. Heilsugæslunnar Laugarási boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Anný Ingimarsdóttir Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings
Fundargerð ritaði: Anný Ingimarsdóttir


1. Erindisbréf fyrir öldungaráð Uppsveita og Flóa – lagt fram til kynningar

2. Dagvistun fyrir aldraða – Lagt er fram bréf frá Jóhönnu Valgeirsdóttur, hjúkrunarforstjóra Heilsugæslunnar í Laugarási og Sigrúnu Símonardóttur, forstöðumanni heimaþjónustu hjá velferðarþjónustu Árnesþings. Öldungaráð þakkar fyrir bréfið og bókar eftirfarandi:
Öldungaráð telur að dagvistun fyrir aldraða sé mjög mikilvægur þáttur í að aldraðir geti búið sem lengst heima og viðbót við þá þjónustu sem verið er að veita í dag. Í dag eru 41 heimili á svæðinu sem njóta þjónustu heimahjúkrunar heilsugæslunnar í Laugarási og 68 heimili eru að fá þjónustu frá velferðarþjónustu í uppsveitunum Árnessýslu. Öldungaráð Uppsveita og Flóa telur að það sé mikil þörf á að koma á fót dagvistun í uppsveitum Árnessýslu. Dagvistun fyrir eldri borgara mun m.a. létta álagi og áhyggjum af aðstandendum. Öldungaráð vísar í bréf frá hjúkrunarforstjóra heilsugæslunni í Laugarási og forstöðumanni heimaþjónustu hjá velferðarþjónustunni til frekari rökstuðnings fyrir þörf á dagdvöl fyrir eldri borgara á svæðinu.

3. Önnur mál
a. Rætt um aðgengismál hjá stofnunum sveitarfélaganna. Öldungaráð skorar á sveitarfélög að skoða þessi mál og bæta úr hjá sér ef þörf er á. Einnig mikilvægt að hafa upplýsingar um þjónustu við eldri borgara sýnilega á aðgengilegu formi s.s. á heimasíðu og/eða bæklingi.

b. Næsti fundur verður haldin miðvikudaginn 2. október 2024 kl. 15:00 í Brautarholti


Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 16:20