Ungmennaráð

Velja má nefnd úr boxinu hér hægra megin / fyrir neðan til að sjá allar fundargerðir viðkomandi nefndar.

1. fundur 19. nóvember 2023 kl. 14:00 Árnes
Nefndarmenn
  • Magnea Guðmundsdóttir
  • Emelía Karen Gunnþórsdóttir
  • Vésteinn Loftsson
  • Magnús Arngrímur Sigurðsson

1. Fundargerð Ungmennaráðs Gnúpverja

Árnesi, 19. nóvember 2023

Kl. 14:00

 

Mætt til fundar:

Emelía Karen Gunnþórsdóttir, Magnús Arngrímur Sigurðarson, Vésteinn Loftsson og Magnea Guðmundsdóttir

Fundargerð ritaði Magnea

 

 

1. Skólamálin

  • Mjög mikilvægt að stjórnendur, kennarar og aðrir starfsmenn Þjórsárskóla séu tilbúnir í breytingar og nýjungar sem fylgja nýrri skólastefnu SKOGN. Sýni jákvæðni og hvatningu í garð nemenda og aðstandenda þeirra.
  • Mjög mikilvægt að auka samstarf á milli uppsveita skólanna.
  • Smiðjur mánaðarlega með skólum Uppsveita, fara saman í þema vinnu, árshátíð sameiginleg með öðrum skóla
  • Endurvekja útilegur - hafa þær að vori
  • Leiktæki skólalóðar - fleiri leiktæki, frábært að heyra að sú vinna sè hafin við að fjölga þeim. Klifur kastala væri gaman að fá líka

2. Íþróttahús

Mikilvægt að það sè líkamsrækt með aðgangi að leiðbeinanda, að hægt verði að bóka tíma með honum

3. Viðburðir í sveitarfélaginu

  • Jólaviðburður / markaður
  • Hafa allavegana 2 viðburði á ári líkt og sveitahátíðin

4. Starfsemi

  • Fjölskyldutími í komandi íþróttahúsi, byrja í Brautarholti eða Árnesi fram að því
  • Starta tímum líkt og boðið er uppá í Mosfellsbæ
  • Kór fyrir yngri börn
  • Kór fyrir unglinga

5. Félagsmiðstöð dæmi um það sem þarf að vera þar

  • Borðtennisborð
  • Píluspjöld
  • Hljóðfæri / upptökuherbergi
  • Poolborð
  • Sjónvarp m/playstation
  • Sófa
  • Boxpúða
  • Viðburðir með öllum félagsmiðstöðvum Uppsveita
  • Keppnir
  • Uppsveitakeppni félagsmiðstöðva - t.d
    • matreiðslu
    • spurninga
    • karaoke - open mic

5. Staðsetning frisbígolf vallarins

  • Færa hann eða tengja hann betur saman - ekki skemmtilegur eins og hann er
  • Vèsteinn mun fara í þá vinnu í samvinnu við Gunnar í Heilsueflandi Uppsveitir

6. Sumarstarf með börnum

  • Smiðjur/námskeið - ýmiskonar
  • Unglingum í SKOGN verði boðið að sækja um sumarvinnu þar í gegnum unglingavinnuna

 

Fundi slitið kl. 16:45