Loftslags-og umhverfisnefnd

8. fundur 05. maí 2023 kl. 20:00 - 20:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Hannes Ólafur Gestsson
  • Ísak Jökulsson
  • Gunnhildur Valgeirsdóttir
  • Haraldur Ívar Guðmundsson
Starfsmenn
  • Hrönn Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Hsnnes Ó. Gestsson

 

1. Sorpmál

Ruslatölur fyrsta ársfjórðungs þessa árs bornar saman við seinustu ár. Hugmynd um að hafa uppfærðar myndrænar magntölur opinberar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Nefndin hvetur íbúa sveitarfélagsins til að reyna að draga úr almennu sorpi hjá sér með því að flokka vel, en með því að flokka vel geta sparast miklir fjármunir fyrir sveitarfélagið.

2. Loftlagsstefna

Máli frestað þangað til vinna með SASS fer af stað.

3. Gögn í Gauk

Senda þarf textann um ágengar jurtir í Gaukinn.

4. Umhverfisviðurkenning

Eitt af hlutverkum loftlags- og umhverfisnefdar er að veita umhverfisviðurkenningu. Umræður mynduðust um þá viðurkenningu og ákveðið að klára þá umræðu síðar.

 

Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 30. maí kl. 20:00. Á Teams

 

Fundi slitið kl. 21:00