Loftslags-og umhverfisnefnd

12. fundur 11. mars 2024 kl. 20:00 - 21:45 Árnesi
Nefndarmenn
  • Hannes Ólafur Gestsson
  • Gunnhildur Valgeirsdóttir
  • Haraldur Ívar Guðmundsson
  • Sigþrúður Jónsdóttir
  • Bjarki Þór Þorsteinsson í fjarveru Ísaks Jökulssonar
Starfsmenn
  • Hrönn Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Hannes Gestsson

 

  1. Yfirferð á umhverfis- og auðlindastefnu

Áframhaldandi vinna við loftlagsstefnu sveitarfélagsins. Farið var yfir alla þætti loftlagsstefnunnar lið fyrir lið og þeir ræddir og gerðar athugasemdir ef þær voru. Hún verður síðan send á sveitarstjórnina til yfirferðar.

 

  1. Samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hrönn Jónsdóttir og Sylvía Karen Heimisdóttir eru að hefja vinnu við uppfærslu á úreltri samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þegar þeirri vinnu er lokið verður hún send til loftlags- og umhverfisnefndar sem mun gefa sitt álit.

 

  1. Önnur mál

Engin önnur mál tekin fyrir.

 

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 15. apríl kl. 20:00. Í Árnesi

Fundi slitið kl. 21:45