- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Áframhaldandi yfirferð á samþykktu um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fáeinar athugasemdir gerðar sem Sylvía Karen tók til greina. Sylvía Karen mun í framhaldi fullklára samþykktina og senda aftur á nefndina til yfirferðar.
Loftlags- og umhverfisnefnd skorar á sveitarstjórn að hafa frumkvæði á því að uppræta Skógarkerfil sem orðin er plága víða hvar í sveitarfélaginu.
Miklar umræður mynduðust um lífrænt sorp og það gjald sem sveitarfélagið innheimtir, en óheimilt er að fella það gjald niður, þótt svo samþykkt jarðgerð sé unnin heima við. Sylvía Karen fór einnig yfir útreikninga vegna gjalds lífræns úrgangs í sveitarfélaginu.
Einnig var rætt um nýju jarðgerðarvélina sem komin er í gagnið og lofar góðu.