Loftslags-og umhverfisnefnd

14. fundur 29. apríl 2024 kl. 20:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Hannes Ólafur Gestsson
  • Gunnhildur Valgeirsdóttir
  • Sigþrúður Jónsdóttir
  • Ísak Jökulsson
  • Birna Þorsteinsdóttir í fjarveru Haraldar Ívars Guðmundssonar
Starfsmenn
  • Hrönn Jónsdóttir
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Hannes Gestsson

 

  1. Vísun sveitastjórnar samþykktum á breytingum í úrgangsmálum

Áframhaldandi yfirferð á samþykktu um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fáeinar athugasemdir gerðar sem Sylvía Karen tók til greina. Sylvía Karen mun í framhaldi fullklára samþykktina og senda aftur á nefndina til yfirferðar.

 

  1. Áskorun um mótleik gegn ágengum tegundum

Loftlags- og umhverfisnefnd skorar á sveitarstjórn að hafa frumkvæði á því að uppræta Skógarkerfil sem orðin er plága víða hvar í sveitarfélaginu.

 

  1. Önnur mál

Miklar umræður mynduðust um lífrænt sorp og það gjald sem sveitarfélagið innheimtir, en óheimilt er að fella það gjald niður, þótt svo samþykkt jarðgerð sé unnin heima við. Sylvía Karen fór einnig yfir útreikninga vegna gjalds lífræns úrgangs í sveitarfélaginu.

Einnig var rætt um nýju jarðgerðarvélina sem komin er í gagnið og lofar góðu.