Loftslags-og umhverfisnefnd

18. fundur 30. janúar 2025 kl. 20:00 - 21:30 Árnes
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Valgeirsdóttir
  • Sigþrúður Jónsdóttir
  • Hannes Ólafur Gestsson
  • Ísak Jökulsson
  • Haraldur Ívar Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Hannes Gestsson

18. fundargerð loftslags- og umhverfisnefndar.
Haldinn í Árnesi, 30. janúar 2025 kl. 20.00


Mætt til fundar:
Hannes Ólafur Gestsson, Gunnhildur Valgeirsdóttir, Haraldur Ívar Guðmundsson, Ísak Jökulsson og Sigþrúður Jónsdóttir á Teams
Fundargerð ritaði Hannes Ólafur Gestsson


1. Umfjöllun að beiðni Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um breytingu á framkvæmdaleyfi
Loftlags- og umhverfisnefnd tekur til umfjöllunnar umsókn Rauðukamba ehf vegna undanþágu til borunar tveggja niðurdælingar holna innan við Reykholt í Þjórsárdal.
Í júlí 2024 sóttu Rauðukambar ehf um leyfi til þess að ljúka við borun til vatnstöku og niðurdælingar vegna byggingar og reksturs hótels og baðstaðar Fjallabaðanna við Rauðukamba og heimild fyrir fullnaðar frágang á holunum. Leyfi barst þann 26. Ágúst. Boranir við Rauðukamba hófust þann 3. september 2024 og hefur borinn Karl Gústav, sem er vörubíll með bormastri og öðrum búnaði sem þarf til jarðborana verið notaður til verksins. Fyrirliggjandi slóðar hafa við nýttir til aðkomu að holunum og akstri utan þeirra haldið í lágmarki. Þrír bormenn hafa starfað við verkið en auk þess voru jarðfræðingur og verkefnisstjóri kallaðir til eftir þörfum. Á svæðinu er fyrir borhola SL-03, boruð árið 2022. Langtímamælingar hafa sýnt að
rennslismagn og hitastig vatnsins úr þeirri holu er stöðugt, með um 20 l/s af 25°C heitu vatni. Vatn úr SL-03 er nauðsynleg fyrir rekstur Fjallabaðanna ásamt hinum heitari kerfunum sem sótt verður í. Langtímamælingar hafa einnig sýnt að í henni verður óásættanlegur niðurdráttur við dælingu, þar sem holan er einungis 7“ að stærð. Því var talið nauðsynlegt að bora nýja 14“ holu, 100 m djúpa niður í sama vatnskerfi um 20m vestan við SL-03, SL-10. Sú hola er innan lóðar Fjallabaðanna og í sama umhverfi, merkt SL-10 á meðfylgjandi teikningu. Með borun SL-10 var ekki um forsendubreytingu að ræða eða aukinni vatnstöku heldur tilfærslu á staðsetningum á vatnstöku. Með fyrri borunum hefur komið til aukinnar þekkingar og skilnings á jarðfræði svæðisins og þar með jarðhitasvæðinu og er nú búið að kortleggja og teikna upp lagnaleiðir. Hafa prófanir á fyrri holum bent til þess að á svæði holanna séu jarðlögin á um 40 metra dýpi opin og vel leiðandi og leiðir vinnsla úr holunum ekki til mikils niðurdráttar út frá holunum heldur er hann að mestu staðbundinn við sjálfar holurnar.
Fyrir liggur að hola SL-07 verður notuð til niðurdælingar, sbr. erindi frá Rauðukömbum dags 11.11.2024. Sú hola getur tekið við öllu því vatni sem kemur frá Fjallaböðunum við eðlilegan rekstur. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að sökum þess hve vel leiðandi kerfið er þá hefur niðurdæling í holu, SL-07, áhrif á vinnsluholu RK-01, og því mikilvægt að lágmarka áhrif á losun affallsvatns á vatnsborð vinnsluhola og lágmarka hættu á kælingu frá niðurdælinu yfir í vinnsluholur.

Eins og kemur fram þá er um að ræða umsókn Rauðukamba um breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi vegna borunar á holu SL-10. Um er að ræða tvær niðurdælingarholur, SL-11 og SL-12, sem verða staðsettar sunnan við vinnslusvæðið og utan gervigígasvæðisins. Með því að færa holurnar sunnan við vinnslusvæðið er verið að forðast mögulega kælingu á vinnsluholum vegna niðurdælingar og koma þannig í veg fyrir áhrif á grunnvatnshlot svæðisins. Ávinningur af því að skila vatni sem unnið er úr jarðhitasvæðinu aftur ofan í geyminn eru jákvæð út frá umhverfis- og náttúruverndarsjónarmiðum, þar sem reynt er að stuðla að endurnýjun vatnsforðans en mikilvægt er að niðurdæling valdi ekki kælingu á vinnsluholum og lágmarki breytingu á vatnsborði þeirra.
Loftslags- og umhverfisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við breytingu á áður útgefnu framkvæmdaleyfi með því að bæta við niðurdælingarholum SL-11 og SL-12 en leggur áherslu á að ekki sé gengið frekar á svæðið né á jarðhitakerfið og að rask við holur og lagningu lagna verði sem minnst. Með framkvæmdinni er verið að tryggja áhrif á grunnvatnsholt svæðisins og sjálfbærni vatnsbúskapar.

 

Bókun samþykkt með fjórum atkvæðum
Sigþrúður Jónsdóttir situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun.
Ég er uggandi yfir því að veita undanþágu frá friðlýsingarákvæðum til að bora umbeiðnar niðurdælingarholur, SL-11 og SL-12. Það er ekki trúverðugt að í upphafi hafi ekki legið fyrir að þörf væri á þessum borholum og þurfa síðar að biðja um undanþágur frá skilmálum friðlýsingarinnar.
Þau gögn sem lögðu eru fram með umsókninni er mat framkvæmdaaðila en ekki óhlutdrægs aðila. Gögnin „telja“ en færa ekki sönnur á.


2. Önnur mál
Nefndin hefur ákveðið að halda fund þar sem tekin verður fyrir umhverfis og náttúrvernd í sveitarfélaginu. Þar sem óþarflega mikið af starfi nefndarinnar hefur farið í umsögn á innsendu efni.
Allir nefndarmenn munu skila inn tillögum af umræðuefni fyrir næsta fund.
Nefndin ákveður að næsti fundur verði haldinn 3.mars


Fundi slitið kl 21:30