Menningar- og æskulýðsnefnd
Númer fundar:
11
Dagsetning fundar:
Föstudagur 21. febrúar 2020
Tími fundar:
Kl. 20.00
Staður
Stóra-Mástunga
-
Drög að dagskrá hátíðarinnar rædd og ákveðið að auglýsa eftir hugmyndum og hafa samband við sömu aðila og haft var samband við í fyrra. Hugmyndir uppi um að hafa dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags.
-
Samstarf við leigutaka í Árnesi - Þórður Ingvason mætir á fundinn til að viðra sínar hugmyndir um hans aðkomu að sveitahátíðinni. Margar góðar hugmyndur um samstarf í vinnslu.
-
17. júní hátíðarhöld – málinu frestað til næsta fundar.
-
Önnur mál;
-
Baðstofukvöld á bæjum í sveitarfélaginu, þar sem enn eru baðstofur- hugmynd frá sveitungum. Nefndin er til í samstarf um slík menningarkvöld. Nefndin leggur til að slík kvöld verði haldin að hausti komandi. Önnu falið að hafa samband við þá aðila sem sýnt hafa málinu áhuga.
Fundi slitið 21.30.