Menningar-og æskulýðsnefnd

9. fundur 26. júní 2019 kl. 21:00
Nefndarmenn
  • Anna Kr. Ásmundsdóttir
  • Ástráður U. Sigurðsson
  • Hrönn Jónsdóttir
  • Elvar Már Svansson
  • Lára B. Jónsdóttir
  •  

9. fundargerð Menningar- og æskulýðsnefndar

Brautarholt

Dagsetning

26. júní

Tímasetning

Kl. 21.00.

Fundur haldinn til að fara yfir vinnu hvers og eins í nefndinni. Samantekt lögð fram og sett inn í greinargerð sem send verður til sveitarstjóra og oddvita.

Tímar dregnir saman hjá hverjum og einum.

Ákveðið að halda í sömu liti skreytinga og koma þeim skilaboðum áfram svo fólk nýti áfram það sem gert var til skreytinga í ár.

Anna tekur að sér að semja greinargerð, senda þakkarbréf til allra þeirra sem styrktu hátíðina eða komu að henni á einn eða annan hátt.

Farið yfir 17. júní – hátíðina. Anna semur greinargerð um hátíðarhöldin.

Farið yfir dagsetningar fyrir næsta ár og ákveðið að leggja til að hátíðin verði haldin 12. – 14. júní.

Nefndin leggur til að fulltrúum í Menningar- og æskulýðsnefnd verði fjölgað upp í 5 aðalfulltrúa.

Fundi slitið kl. 22.00