Menningar-og æskulýðsnefnd

7. fundur 10. júní 2019 kl. 18:00
Nefndarmenn
  •  Anna Kr. Ásmundsdóttir
  • Ástráður U. Sigurðsson
  • Hrönn Jónsdóttir
  • Elvar Már Svansson
  • Lára B. Jónsdóttir

 

7. fundargerð  Menningar- og æskulýðsnefndar

Brautarholt

Dagsetning

10. júní

Tímasetning

Kl.18.00

Lokafundur v. sveitahátíðar. Lausir endar hnýttir, aðstaða utandyra í Brautarholti skoðum og verkefnum endanlega skipt niður.

Nefndin ákveður að útbúa heimatilbúna froðubraut og kemur sér saman um hvar slík braut færi best og einnig hvar best væri að hafa þrautabraut.

Hrönn útvegar sápu og plast f. froðubraut og nær í leiktæki til Rvíkur (UMFÍ). Lára útbýr skilti sem sett verða upp við alla „innganga“ í sveitarfélagið. Lára athugar með tónlist f. skrúðgöngu. Ástráður opnar Facebook - síðu og Instagram. Elvar tekur að sér þrautabraut 17. júní. Hrönn athugar við South Central hvar við megum vera á tjaldstæðinu með „gaman,saman“ og fær einnig leyfi til að nýta sturtuaðstöðuna vegna froðubrautar. Ástráður fær tvo úr ungmennaráði til að aðstoða í eldhúsi í hádegisverðinum og athugar við Sigurlinn að hjálpa til við andtlitsmálun 17. júní. Lára hittir Bergljótu á Reykjum og athugar með fjallkonu og undirbúning.

Anna verður í sambandi við Jóhannes og Hörpu vegna skógarverkefna, finnur einhvern til að halda utan um handverksmarkað, gerir innkaupalista í samræmi við innkaupalista Fjör í Flóa, verslar inn og pantar fyrir morgunverðinn og Brokk og skokk. Anna gengur frá öllum lausum endum.

Fundi slitið kl. 19.00