Menningar-og æskulýðsnefnd

3. fundur 21. febrúar 2019 kl. 19:30
Nefndarmenn
  • Mætt: Anna Ásmundsdóttir
  • formaður
  • Hrönn Jónsdóttir
  •  
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Lára Jónsdóttir (varafulltrú nefndar
  • einnig frá UMF Skeið)
Starfsmenn
  • og Skafti Bjarnason oddviti sem ritaði fundargerð

3. fundargerð  Menningar- og æskulýðsnefndar

Árnes

Dagsetning fundar 21. febrúar

Tími fundar  19.30

Undirbúningsfundur vegna hugarflugsfundar Uppsprettunnar kl. 19.30

Rætt fram og til baka um Uppsprettuna. Settar fram spurningar f. hugarflugsfund kl.20.30;

  • á að tengja Uppsprettuna við 17. júní - hafa hana 15. og 16. júní?
  • á að fá  leikhópinn Lottu?
  • hvað með skógardag/hátíð?
  • „Brokk og Skokk“  á það að vera með?
  • Getum við tengt hátíðina við skólana og skóginn?
  • frír eða ódýr matur, er það málið?
  • er málið að endurvekja landnámsdaginn með búningum og tilheyrandi?
  • skattejakt/fjársjóðsleit/fornleifauppgröftur  (Bergurinn/Bergnuminn)?
  • fuglahræðukeppni á heimreiðum/við götur
  • tiltektardagur – enda á Lions pulsuveislu?
  • Áshildarmýri nýbúar?
  • friðlýsingar/Þjórsárdalur?
  • Sundlaugarnar?

Hugarflugsfundur með ýmsum aðilum úr sveitinni, haldinn kl. 20.30

Mætt á seinni fund; Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi, Berglind Bjarnadóttir og Sigrún Símonardóttir frá Kvenfélagi Gnúp., Björgvin G. Harðarson frá Björgunarsveitinni Sigurgeir og Lions, Rosemarie Þorleifsdóttir fyrir eldri borgara, Eyþór Brynjólfsson vegna sundlauganna,

Jóhannes H. Sigurðsson frá Skógræktinni, Harpa Dís Harðardóttir fyrir kvenfélag Skeiðamanna og  Magnea Gunnarsdóttir fyrrverandi formaður nefndarinnar.

Anna Ásmundsdóttir reifaði fundarefni - Uppsprettan. Hún spurði hvort fólk hefði almennt farið á uppsprettuna og hvort menn könnuðust við hana. Fáir höfðu nýtt sér dagskrá þeirrar hátíðar. Talið að sú skoðun fundarins helgaðist líklegast af aldurssamsetningu fundarins þar sem foreldrar ungra barna voru fáir. Flestir töldu Uppsprettuna hafa höfðað mest eða einungis til barnafólks.

Fundur taldi að grundvöllur væri fyrir sveitahátíð en með breyttum áherslum.

Dagsetningar

Rætt um dagsetningar á slíkri hátíð og í kjölfarið farið að ræða um 17. júní.

Allir sem tjáðu sig vildu halda í hátíðarhöld á sautjándanum og passa að viðburðir sveitahátíðar myndu ekki skyggja á þjóðhátíðardaginn. Vilji til að breyta honum ekki mikið.

Skógurinn og skólinn.

Rætt var um að fá skólana í samstarf og skoða með hvort þau verkefni sem nemendur vinna gætu tengst  þessum dögum.

Nálgun; landnámsdagur/landnám/landnámsmenn

Eyþór spurði um landnámsdaginn og fundurinn ræddi um að sá dagur hefði verið vel heppnaður og væri gott að halda í eitthvað af þeim atriðum sem þar hefðu verið á dagskrá.

Fulltrúar kvenfélaganna töldu að Landnámsdagurinn hefði heppnast vel á sínum tíma.

Áhugi hjá kvenfélögum að vera með í hátíð í þeim anda. Minntust á t.d. súpugerð á landnámsdaginn.

Umræður urðu um landsnámsdaginn og hvort ætti að nota það heiti frekar en „Uppsprettuna“. Voru  fundarmenn heldur á því að taka ætti upp heitið Landnámsdagur aftur.

Ein hugmynd var einhvers konar kynning á landnámsmönnum?

Umræður um Ólaf Tvennumbrúna og vinarbæjarsamskipti.

Rætt um að kynna landnámsmennina í sveitarfélaginu.

Spurningar:

Á að fá  leikhópinn Lottu?

Ekki mikil stemming fyrir Lottunni. Spurning með samsetningu hópsins á fundinum.

Hvað með Skógardag?

Skólinn vinnur með skóginn. Ætti að tengja skólann skóginn og  Landnáms/uppsprettu daga/helgi. Jóhannes og Harpa tóku vel í að vera með dagskrá í skóginum í Þjórsárdal.

Brokk og Skokk  á það að vera með?

Er hestamannafélagið til í samstarf?

Halda Brokk og skokk inni en setja það í hendur hestamannafélagsins og áhugafólks um Brokk og skokk.

Frír eða ódýr matur er það málið?

Rætt um að reyna að hafa ókeypis morgunverð. Fá fyrirtæki til að styrkja.

Er málið að endurvekja landnámsdaginn með búningum og tilheyrandi?

Rætt fram og til baka um landnámsdag. Yngri fulltrúar fundarins voru á því að nafnið sem slíkt myndi ekki trekkja marga að, hvorki heimamenn né gesti. Reyna frekar að finna annað nafn og leggja ekki aðaláherslu á landnám og slíkt.

Áhugi fyrir því að fá samt víkinga inn í hátíðina á einhvern hátt og blanda landnámi inn á nútímalegan hátt.

 

Skattejakt/fjársjóðsleit/fornleifauppgröftur  (Bergurinn/Bergnuminn)?

Rætt um að gaman gæti verið að hafa einhvers konar leik/göngu/fjársjóðsleit sem blandaði saman fræðslu og leik. Nýta skóginn og Þjórsárdal allan og nýlega og eldri vitneskju um fornleifar í Þjórsárdal. Fá Berg í lið með okkur.

Tiltektardagur – enda á Lions pulsuveislu?

Öll sveitin taki þátt í hreinsunarátaki sem myndi enda með brennu og pylsuveislu. Ath. hvort Lions taki að sér að grilla.

Fuglahræðukeppni á heimreiðum/við götur – skreytingar?

Rætt um að fá alla sveitina til að vera með skreytingar af einhverju tagi. Heimreiðar og bæir yrðu skreytt með fuglahræðum sem gætu verið unnar úr tiltektardóti. Veita verðlaun f. flottustu fuglahræðuna.

Sundlaugarnar?

Hafa einhvers konar sundsprett þar sem veitt yrðu verðlaun. Eyþór tak að sér að skoða það mál.

Annað

 

Berglind Bjarnadóttir benti á að við ættum íþróttamann sem við ættum að heiðra sérstaklega; Jón Arnar Magnússon.

Ástráður stakk upp á að halda ball t.d. að fá Jónsa í Svörtum fötum. Hann tók að sér að athuga möguleika í því sambandi.

Rætt fram og til baka um hvernig hægt er að halda hátíð þar sem sveitin öll taki þátt og fundarmenn sammála um að þessi fundur væri skref í rétta átt.

Ákveðið að hafa opinn fund sem yrði auglýstur fyrir alla.

 

Fundi slitið kl. 22.00.