Menningar-og æskulýðsnefnd

33. fundur 20. mars 2018 kl. 20:30
Nefndarmenn
  • Mættir eru: Magnea Gunnarsdóttir
  • Kristófer A. Tómasson
  • Ólafur Hafliðason
  • Ágúst Guðmundsson. 
  • Frá Ungmennaráði:  Iðunn Ósk Jónsdóttir
  • Freyja Margrét Vilhjálmsdóttir
  • Guðmundur Heiðar Ágústsson
  • Matthías Bjarnason
  • Fundagerð ritar Ágúst Guðmundsson

Menningar- og æskulýðsnefnd 33. fundur, Þrándarholti 20 mars 2018 kl. 20:30.

1. Uppsprettan 2018

Farið yfir dagskrárliði uppsprettunnar, og kynnt fyrir ungmennaráði. Línur eru óðum að skýrast.

Hugmyndir að nýjum dagskrárliðum sem rak á fjörur okkar ræddir er varðar uppsprettunna og afmæli Neslaugar. Frekari ákvarðanir verða teknar þegar forsendur verða ljósari.

Hoppukastalar skoðaðir og ákveðið hverjir verða teknir. Rætt um veitingar á uppsprettunni og sundlaugarafmæli.

Farið yfir auglýsingar og bækling.  Verkum skipt.

2. Önnur mál

17 júní.

Ungmennaráð tekur að sér að skipuleggja sprell á íþróttavelli.

Næsti fundur ákveðinn 3. maí.

Fundi slitið kl. 22:50.