Menningar-og æskulýðsnefnd

28. fundur 06. júní 2017 kl. 13:00
Starfsmenn
  •  Mætt til fundar Magnea Gunnarsdóttir formaður Ágúst Guðmundsson

28. fundur Menningar- og æskulýðsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 6 júní 2017. Kl 20:00.

1. Uppsprettan 2017

a) Dreifing bæklings skipulögð. Bæklingur verður tilbúinn úr prentun 8 júní. Fer í póst dagana 8 -11 júní á öll heimili í uppsveitum Árnessýslu.

b) Dreifing veggspjalda skipulögð. Kristófer dreifir í Reykholti og á Laugarvatni. Ágúst sér um Brautarholt, Ólafur sér um Flúðir og nágrenni. Magnea sér um Selfoss

c) Myndasýning - ganga frá því að fundnar verði myndir af Skeiðunum. Kristófer ræddi við Ingveldi Jónsdóttur um gamlar myndir af Skeiðum því var vel tekið.  Leitað verður til fleiri aðila.

d) Hoppukastalar og klifurveggur - ganga frá flutningum á þeim búnaði. Ólafur Hafliðason annast flutninga á hoppuköstulum og klifurvegg. Ákveðið að hafa klifurvegg vestan við aðalinngang félagsheimilis, hoppukastala við vesturhlið hússins.

e) Tónlistar-Lukkuhjólið. Björgvin í Laxárdal og Óli á Birnustöðum sjá um það.

f) Tilhögun á deginum sjálfum: Hvað þarf að gera, Hver gerir hvað ‚ Tillaga að verkaskiptingu.  

g) Loka-athöfn - verðlaun og skipulag. Sælgæti, snakk og þess háttar. Gjafabréf í Café Árnes, 15.000 kr.Morgunverður fyrir fjóra hjá Petu og sundkort. Verðlaun fyrir uppsprettuþrautina, uppsprettan- uppspretturinn 2017, myndagáta og fyrir skákmót

h) Farið yfir málin með nýjum staðarhöldurum í Árnesi. Ólöf Birgisdóttir mætti til fundarins. Hún var jákvæð fyrir dagskrá hátíðarinnar.

i) Önnur mál í tengslum við Uppsprettuna. Kynningar videó verður í höndum Hannesar. Bjástrað á bæjunum allnokkrir aðilar hafa líst áhuga á að koma með varning til að selja. Teymt verður undir börnum. Geitur verða til sýnis, auk þess veðrur haldið skákmót.

Stefnt að upptöku á kynningarvídeói föstudag 9 júní.

2. Þjóðhátíðardagurinn 17 júní 2017                                        

Dagskrá fullmótuð og verður haldin í Brautarholti.

Kvenfélag sér um kaffiveitingar. Fjallkona verður Sigríður Jónasdóttir á Birnustöðum, Ræðumaður Lilja Össurardóttir, Sr Óskar Óskarsson flytur ávarp. Finna þarf fylgdarmeyjar fjallkonu. Tillaga um Ólöfu Maríu Arnórsdóttur og Sigrúnu Fríðu Guðjohnsen. Ingvar Hersir, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Matthías Bjarnason sjá um skemmtiatriði og íþróttaleiki.

Fundi slitið kl 23:40