Menningar-og æskulýðsnefnd

17. fundur 24. apríl 2022 kl. 15:00
Nefndarmenn
  • Mætt eru: Anna Kr. Ásmundsdóttir
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Hrönn Jónsdóttir
  •  
  1. Göngudagskrá: Sigurður Páll Ásólfsson hefur tekið að sér umsjón með átthagagöngum í Skeiða og Gnúpverjahrepp. Hann stefnir á að vera með fyrstu göngu í tengslum við sumarhátíð og enda á fossagöngu niður með Þjórsá. Hann ætlar að skila inn dagskrá sem  auglýst verður í upphafi sumars.
  2. Leiklistarnám hjá Nikulási: Nikulás Hansen Daðason er til í að sjá um námskeið. Áhugi á því að fá Leikdeild Umf.Gnúpverja í samstarf. Næst á dagskrá að halda fund með Nikulási og stjórn leikdeildarinnar.
  3. Bókun frá 78. fundi sveitarstjórnar: Tillaga frá Heilsueflandi samfélagi um að setja upp bekki á útivistarsvæði í Árnesi og í Brautarholti. Nefndin tekur mjög jákvætt í að kaupa bekki á útivistarsvæði sveitarinnar, hvort sem eru setubekkir eða nestisbekkir. Nefndin fagnar allri uppbyggingu útivistarsvæða í sveitarfélaginu og leggur til að leiktæki séu hönnuð þannig að bæði fullorðnir og börn geti nýtt sér. Nefndin leggur til að áhersla verði lögð á uppbyggingu útivistar-og leiksvæðis í Brautarholti. Ef hægt er að byggja upp frisbígolfvöll að fullri stærð (9 körfur), t.d. á Reykjanesinu, væri það betri kostur heldur en tveir minni vellir.
  4. Hátíðarhöld á 17. júní: Stefnt er að því að hátíðarhöldin verði haldin í Brautarholti. Dagskráin verði með hefðbundnu sniði. Í vinnslu er að fá lifandi tónlist inn í hátíðardagskrána og e.t.v. meiri útidagskrá tengda hátíðardagskrá.
  5. Næsti fundur ákveðinn síðar.

Hrönn ritaði fundargerð.