Menningar-og æskulýðsnefnd

26. fundur 25. apríl 2017 kl. 20:00
Starfsmenn
  •  Magnea  Gunnarsdóttir Ólafur Hafliðason

 26. fundur, Árnesi, þriðjudaginn 25. apríl 2017 kl. 20:00

1. Uppsprettan 2017

Farið var yfir hvað er í hendi fyrir Uppsprettuna 2017. Leikhópurinn Lotta hefur staðfest komu sína og nokkrir hafa staðfest komu sína á Bjástrað á bæjunum og fleiri hafa sýnt áhuga. Brokk og skokk verður á sínum stað. Önnur atriði eru í góðum farvegi. Farið var yfir kostnaðaráætlun. Þokkalega hefur gengið að safna auglýsingum en ljóst er að það þarf að láta hendur standa fram úr ermum við það áfram til að endar nái saman.  Hugmynd kom fram um að athuga hvort ungmennaráðið er tilbúið til starfa og aðstoða á hátíðinni. Verkum skipt milli nefndarmanna.

2. Hátíðarhöld 17. júní

Rætt um tilhögun hátíðarhaldanna í ár sem verða skv. venju í Brautarholti. Hugmyndum að fjallkonum, ræðuhöldurum og sprellstjórum kastað fram til athugunar.  Stefnt að því að hafa hátíðarhöldin með líku sniði og verið hefur.

3. Önnur mál

Engin önnur mál.

Áætlað að halda næsta fund: Þriðjudagurinn 16. maí kl. 20:00.

Fundi slitið kl. 23:00.