- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
21. fundur, Þjórsárskóla 27. október 2016 Magnea Gunnarsdóttir skrifar fundagerð.
1. Ungmennaráð Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Tvö ungmenni sýndu áhuga í kjölfar bréfs sem sent var til foreldra ungmenna í sveitinni fyrir rúmum mánuði. Það eru þau Ástráður Unnar Sigurðsson, Skarði og Iðunn Jónsdóttir, Ásum. Ástráður mætti á ráðstefnuna sem haldin var í Hvolnum í september s.l. Ákveðið var að tilnefna þessi tvö ungmenni til þess að starfa í ungmennaráði og verður sent bréf þess efnis til sveitastjórnar. (sjá fylgiskjal 1)
Enn fremur hefur nefndin farið þess á leit við Höllu Sigríði Bjarnadóttir að vera til aðstoðar við að koma að starfinu af stað og er hún tilbúin til þess. Næstu skref verða ákveðin í samráði við Höllu og væntanlegt ungmennaráð.
2. Uppsprettan 2017
Rætt var um hugsanlega uppsprettuhátíð næsta sumar. Ef af henni verður þarf að ræða hver getur tekið við mótstjórakeflinu, þar sem Gunnar verður ekki á staðnum næsta sumar. Ákveðið var að senda fyrirspurn varðandi þetta til sveitastjórnar. (sjá fylgiskjal 2)
3. Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 22:06