- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Fundargerð 16. fundur Menningar- og æskulýðsnefndar þriðjudaginn 05.apríl kl 20:00 í Árnesi.
Dagskrá:
1. Byggðarhátíð Rætt var um fyrirkomulag.
a) Helstu dagskrárliðir hátíðarinnar ræddir.
Vísast til fundargerðar 14 fundar. Við það bætist hugmynd að leita til listmanns um sýningu á myndlist Hugmynd kom upp um ,,Uppsprettukeppni“ í stað ,, Víkingaöskurs“. Rætt um að ljúka keppninni með verðlaunaafhendingu með ýmsu móti. Kvenfélag hefur tilkynnt að ekki verði staðið fyrir kompusölu. Auk þess, ratleikir og vídeómaraþon.
b) Auglýsingar í bækling um hátíðina. Vilyrði hafa verið staðfest fyrir um 390.000 kr. fyrir auglýsingum og styrktarlínum.
c) Kostnaðaráætlun. Útlit er fyrir að kostnaðaráætlun standist og hátíðin standi undir sér samkvæmt fyrirliggjandi áætluðum kostnaðartölum.
d) Umræður um nafn hátíðarinnar. Nefndin leggur til að nafnið ,,Uppsprettan“ verði heiti hátíðarinnar
2. Greinagerð um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði, á Hótel Selfossi.
16-18. mars s.l. Aðalheiður Einarsdóttir sótti ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins. Hún hefur tilkynnt nefndinni að hún muni leggja fram greinargerð um ráðstefnuna á næsta fundi nefndarinnar.
3. Erindi frá sveitarstjórn um stofnun ungmennaráðs í sveitafélaginu. Rætt var um hvernig æskilegt væri að haga markmiðum, hlutverkum og skipan fulltrúa ungmennaráðs. Samþykkt að fela Ágúst Guðmundssyni að safna upplýsingum um ungmennaráð í öðrum sveitarfélögum. Nefndin samþykkir að fresta frekari afgreiðslu málsins til næsta fundar nefndarinnar.
Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl 22:55.