- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
1. Landnámshelgi
a) Umræður um markmið hátíðarinnar. Rætt var um hvaða áherslur skyldi leggja við val á atriðum á hátíðinni. Horft var til þess hver markhópurinn ætti að vera. Vangaveltur komu fram um hvort helgin ætti að beinast frekar að innansveitarfólki frekar en öðrum. Stefnt er að því að sveitungar geti átt saman glaðan dag við samveru og leiki og beisli um leið mannauð sveitarinnar. Bjóði ennfremur velkomna gesti og gangandi.
b) Mótstjóri helgarinnar. Nefndin samþykkir að leitað verði til Gunnars Jónatanssonar um að taka að sér mótsstjórn helgarinnar. Óskað verður eftir því að hann muni mæta til næsta fundar nefndarinnar. Þar verði hlutverk mótsstjórans útfært betur.
c) Atriði Landnámshelgarinnar. Rætt um hvaða atriði skal endurtaka frá síðasta ári og hverju eigi að bæta við. Samþykkt var að haft verði samráð við Æskulýðsdeild Smára um tímasetningu á ,,Brokk og skokk“ keppninni. Sem haldin hefur verið um svipað leyti og áætlað er að halda Landnámshelgina. Forsendur vegna Leikhópsins Lottu eru breyttar vegna kostnaðar, mögulegt að hliðstæð atriði komi í stað þess. Áhugi er fyrir því að Kompudagar Kvenfélagsins verði endurteknir og hoppukastalar einnig. Nefndin leggur uppúr því að eitthvað matarkyns verði á boðstólnum á Landnámshelginni. Þá er sérstaklega hugsað til þess sem framleitt er í héraðinu. Farið var yfir mögulega auglýsendur í bæklingi sem gefinn verður út. Haft verði samband við þá sem fyrst og var skipt milli nefndarmanna hver þeirra tali við hvern. Hugmynd kom upp um að halda brennu við gámasvæði.
d) Farið var yfir drög að tímasetningum og dagskrárliðum hátíðaratriða.
e) Farið var yfir drög að kostnaðaráætlun helgarinnar. Nánar útfærð síðar.
f) Stefnt að því að prenta bækling vegna helgarinnar í A5 broti 12 blaðsíður.
2. Önnur mál
I) Nefndinni barst skýrsla um ráðstefnuna ,,Frítíminn er okkar fag. Ráðstefna sem haldin var á vegum Sambands Íslenskra sveitarfélagar í október 2015. Skýrslan lögð fram og kynnt.
II) Nefndinni barst erindi frá Ungmennafélögum Skeiðamanna og Gnúpverjahrepps. Með því bréfi er leitað er eftir samstarfi Æskulýðs- og menningarnefndar um val á íþrótta-manni/konu ársins. Afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir nánari útskýringum frá Ungmennafélögunum.
III) Bíósýning rætt um að halda bíósýningu 24. mars n.k. skírdag.
Næsti fundur ákveðinn 8. mars næstkomandi.
Fundi slitið kl 23:11.