Menningar-og æskulýðsnefnd

13. fundur 20. janúar 2016 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Hildur Lilja Guðmundsdóttir
  • Magnea Gunnarsdóttir
  • Petrína Þórunn Jónsdóttir
  • Kristófer Tómasson sveitarstjóri

Fundur settur kl. 20:00  í Þjórsarskóla - Magnea Gunnarsdóttir skrifar fundagerð.

1. Fjölskyldubíó

Vel þótti takast til. Mjög vel var mætt, eða u.þ.b. 70 manns. Foreldrafélag Þjórsárskóla seldi popp og sælgæti. Stefnt að því að endurtaka leikinn í kring um páska.  

2. Landnámshelgi

a) Kristófer greindi frá því að 350 þús. kr verði lagðar til helgarinnar. Enn fremur að sveitastjórn leggur til að ein manneskja verði ráðin til að halda utan um verkefnið og starfa á helginni sjálfri. Ekki verði greitt fyrir viðveru nefndarmanna á helginni. Nefndin hefur milligöngu með að finna einstakling í verkið.

b) Búið er að tala við kvenfélagið og ungmennafélagið. Enn fremur er búið að hafa samband við leikhópinn Lottu sem er að skoða málið.

c) Rætt var um dagsetningu Landnámshelgarinnar. Í ljós hefur komið að dagsetningin rekst á við kvennareiðtúrinn sem væntanlega fer fram skv. venju 19. júní. Þann sama dag var áformað að halda Brokk og skokk. Skoðað verður á næsta fundi hvort unt verður að hnika Brokki og skokki til.

Næstu skref verða ákveðin á næsta fundi.

3. Önnur mál

Hildur Lilja hefur ákveðið að segja af sér.

 

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20.

Fundi slitið kl. 20:57