Menningar-og æskulýðsnefnd

12. fundur 16. desember 2015 kl. 20:00
Nefndarmenn
  •  Hildur Lilja Guðmundsdóttir
  • form.  Magnea Gunnarsdóttir
  • Kristófer Tómasson. Ágúst Guðmundsson boðaði forföll

Fundur settur kl. 20:00.

1. Landnámshelgi

a) Farið yfir kostnað og innkomu síðustu Landnámshelgar. Nauðsynlegt er að selja fleiri auglýsingar fyrir næstu helgi þar sem ekki er hægt að reikna með styrkjum vegna breyttra úthlutunarreglna.

b) Næsta landnámshelgi:  Stefnt er að að hafa næstu landnámshelgi 18.-19. júní 2016. Brokk og skokk verður á sunnudeginum og beðið er eftir svari frá Leikhópnum Lottu um að koma til okkar á laugardeginum. Vonast er til að það geti orðið fyrsta atriði helgarinnar.   Ákveðið var að óska eftir áframhaldandi samstarfi við Rósu og Gunnar í tengslum við Landnámshelgina.

Aðrar hugmyndir um viðburði á landnámshelginni

- Einhverskonar íþróttamót á vellinum.

- Kompusala kvenfélagsins

- Handverk í sveit og beint frá býli.

- Eldsmiðirnir

- Víkingar frá Akranesi

-Söng og trall á sundlaugarbakkanum á laugardagskvöldinu.

-Tónlistarbúðir

-Hoppukastala

2. Önnur mál

Hugmynd kom fram um að halda bíó-sýningu fljótlega eftir áramót. Stefnt á að sýna Inside out 9. janúar kl. 17.

Næsti fundur ákveðinn: Miðvikudaginn 13. janúar 2016.