- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Menningar- og æskulýðsnefnd 11. fundur 9.6. 2015
Mættir: Hildur Lilja Guðmundsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Magnea Gunnarsdóttir, Kristófer Tómasson, Rósa Kristín Benediktsdóttir
Fundur settur kl. 21:00.
1. Landnámshelgi
a) Farið yfir dagskrárliðum. Ýmsir lausir endar ræddir og gengið frá þeim. Talsverðar umræður voru um staðsetningar viðburða. Farið var yfir leiguskilmála fyrir hoppukastala, og rætt um hvernig rúnaletursþrautin verður. Farið var yfir markaðsetningarmál. Upplýsingum hefur verið komið til fjölmiðla. Rætt um merkingar á svæðinu. Ákveðið að útbúa gott kort yfir svæðið til að afhenda hátíðargestum sem ekki þekkja til.
b) Kostnaðaráætlun verður uppfærð þegar allir kostnaðarliðir eru komnir.
c)Farið yfir hver gerir hvað á hátíðinni sjálfri.
2. Önnur mál
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 23.00