Menningar-og æskulýðsnefnd

2. fundur 15. október 2014 kl. 20:00

15. okt  2015 Menningar- og æskulýðsnefnd

 Fundur nr. 2

Fundinn sátu:

Ágúst Guðmundsson, Kristófer Tómasson, Hildur Lilja Guðmundsdóttir, Meike Witt, Einar Bjarnason og Magnea Gunnarsdóttir.

Fundur settur kl. 20.00

Dagskrá fundarins:

1. Kvikmyndagerð í Skeiða- og Gnúpverjahrepp, til kynningar og umfjöllunar.

    Meike Witt og Einar Bjarna koma á fundinn undir þessum lið.

2. Samræmingar- og samstarfsfundur aðila í æskulýðsstarfi sveitarfélagsins.

3. Landnámsdagur

4. Önnur mál, löglega fram borin.

Afgreiðsla:

1.  Kvikmynd um Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

Einar og Meike fara yfir málið. Þau hafa verið í sambandi við Skúla Andrésson og Sigurð Má Davíðsson í Arctic project - og lýst vel á þeirra hugmyndir. Þeirra verk (myndbandið „Heima er best‟  frá Djúpavogi) vakti mikla athygli og bar  árangur. Hugmyndin er að fá þá, í samvinnu við íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps,  til að gera myndband sem varpar ljósi á góða kosti sveitafélagsins. Tilgangurinn væri tvíþættur: Auglýsa sveitafélagið sem góðan búsetukost og einnig að þjappa núverandi íbúum saman. Strákarnir eru búnir að koma á staðinn og skoða sig um. Ákveðið að kalla þá á fund. Nefndarmönnum lýst afar vel á verkefnið.  Áætlun frá þeim hljóðar upp á 1,3 milljónir. Meike kom með hugmynd að manni til að semja tónlist fyrir myndbandið. Horft var á myndbandið frá Djúpavogi.

 

2.  Æskulýðsstarf í sveitafélaginu og samstarf við hlutaðeigandi aðila:

-Ákveðið að hitta Ungmennafélag Gnúpverja og Skeiðamanna og Æskulýðsnefnd Smára og fá þau félög til samstarfs og samráðs. Stefnt á fundinn mánudagskvöldið 10. nóvember kl. 20.30 í flísasal. Dagskrá fundarins skipulögð í grófum dráttum

- Könnun á áhuga yngri barna (1.-4. bekk) og foreldra þeirra um áhuga á tómstundastarfi eftir skóla á mánudögum hefur verið hrundið í framkvæmd. Það mál verður skoðað betur þegar niðurstöður verða ljósar.

- Rætt um að skoða samkeyrslu á íþróttaæfingar og hvort við getum með einhverju móti komið til móts við foreldra í þeim málum.

-Hugmynd kom fram um að halda fjölskyldudag / Gaman saman dag þar sem boðið yrði upp á fyrirlestra og málstofur fyrir foreldra, ásamt stuttri kynningu frá ungmenna- og æskulýðsfélögum á svæðinu á meðan afþreying yrði í boði fyrir börnin á meðan. Enda mætti á sameiginlegu kaffihlaðborði. Foreldrafélag skólanna tveggja gætu komið að málinu. Góður rómur gerður að málinu. Ákveðið að ræða málið frekar á fyrirhuguðum samræmingarfundi.

- Hugmynd um að halda “hreyfiviku“  - hugmynd frá Hildi Lilju.

 

3. Landnámsdagur

Hugmynd kom fram um að útvíkka landnámsdaginn og sameina hann brokk og skokk-keppninni og byggðarhátíð ásamt fleiri viðburðum.

Útvíkkuð hugmynd að landnámsdegi undir nýjum formerkjum:

Ákveðið að halda “byggðarhátíð“ sveitafélagsins. Dagsetning helgarinnar ákveðin: 20-21. júní.

Ýmsar hugmyndir komu fram um dagskrá: Brokk og skokk, landnámsdagsatriði, hestaleigur, miðaldamarkaður - vöruskiptamarkaður án gjaldmiðils,  hoppukastalar, matur, fjöldasöngur (jafnvel réttarsöngur), Leikhópurinn Lotta, frítt í sund, tónlistarsmiðja (fá tónlistarmiðlunarkennara) gistingartilboð, tilboð í mat, miðnæturkökuhlaðborð, leynihugmynd, myndir úr sveitafélaginu á skjánum í Árnesi. Keppni í einhverju - sigurvegari yrði “Gauksmeistari“.

Ákveðið að leita til Ásborgar ferðamálafulltrúa Uppsveita og Rósu og Gunnars í Árnesi til samstarfs.

Nefndin óskar eftir umboði sveitastjórnar til að vinna verkefnið og fá fjárframlag í það.

Hugsanlegt að efna til nafnasamkeppni um helgina.

 

4. Önnur mál.

Einar lýsir reynslu sinni af verðlauna-leik (númeragöngu) sem hann tók þátt í í nágrenni Egilsstaða. Þetta gekk út á það að fara í gönguferðir sem merktar voru inn á kort. Á hverjum stað var hægt að ná í númer og skrifa í þar til gerðan bækling og fá verðlaun fyrir þegar öllum númerum hafði verið safnað. Sjá mætti fyrir sér svona leik hér í sveitafélaginu - ekki endilega bara gönguleiðir, einnig á viðburði, eða staði.

Hildur Lilja kom með sýnishorn af ferðamannabæklingum frá öðrum landsvæðum. Hugmyndir um að standa að sambærilegri bæklingagerð til þess að efla ferðamannaiðnaðinn. Beinum hugmyndinni til sveitastjórnar.

Meike kom með hugmynd um að setja upp “keep fit trail“ í skóginum. sjá myndband á youtube:http://www.youtube.com/watch?v=j3JbfZrb__U . Út frá því spunnust hugmyndir um að halda “hreyfiviku“  . “Keep fit trail“ mætti tengja inn í slíka hreyfiviku. Ákveðið að taka málið upp síðar.

Fundi slitið kl. 22.35