Menningar-og æskulýðsnefnd

15. fundur 31. október 2021 kl. 14:30
Nefndarmenn
  • Hrönn Jónsdóttir
  • Ástráður U. Sigurðsson
  • Haraldur Í. Guðmundsson
  1. Sveitahátíðin Upp í sveit: Farið yfir skýrslu um hátíðarhöldin 2021. Hvað fór vel og hvað hefði mátt betur fara. Sjá fylgiskjal.

Samþykkt að fara fram á við sveitarstjórn að sveitarhátíðin Upp í Sveit komist aftur á fjárhagsáætlun. Slík hátíð þarf ekki að vera rándýr þrátt fyrir að bjóða uppá ýmsa afþreyingarmöguleika. Ljóst er að engin hátíð verður haldin að ári nema eitthvað fjárframlag komi til. Nú í sumar var ýmis smákostnaður sem nefndarmenn greiddu persónulega, líkt og sápu í froðurennibraut, kaffi í gönguferð og aksturskostnað við að sækja skemmtikerru UMFÍ. Nefndin sækir um 300.000 kr. til hátíðarhalda sumarið 2022.

  1. Nefndin stefnir á að standa fyrir svokölluðum átthagagöngum sumarið 2022. Sett væri upp dagskrá fyrir sumarið og farnar 4-5 gönguferðir víðsvegar um sveitina undir leiðsögn. Nefndin óskar eftir 100.000 kr. fjárframlag frá sveitarstjórn til að standa undir kostnaði við leiðsögumann sem sæi um utanumhald , undirbúning og leiðsögn í ferðunum.
  2. Að lokum ítrekum við ósk um að sveitarstjórn fullskipi nefnina, en Elvar Már Svansson sagði sig úr nefndinni. Anna Kr. Ásmundsdóttir er einnig í veikindaleyfi.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 16.30

Hrönn Jónsdóttir ritaði fundargerð