- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Samþykkt að fara fram á við sveitarstjórn að sveitarhátíðin Upp í Sveit komist aftur á fjárhagsáætlun. Slík hátíð þarf ekki að vera rándýr þrátt fyrir að bjóða uppá ýmsa afþreyingarmöguleika. Ljóst er að engin hátíð verður haldin að ári nema eitthvað fjárframlag komi til. Nú í sumar var ýmis smákostnaður sem nefndarmenn greiddu persónulega, líkt og sápu í froðurennibraut, kaffi í gönguferð og aksturskostnað við að sækja skemmtikerru UMFÍ. Nefndin sækir um 300.000 kr. til hátíðarhalda sumarið 2022.
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 16.30
Hrönn Jónsdóttir ritaði fundargerð